menu button

Elton John hélt að Bob Dylan væri garðyrkjumaður

Mynd: Samsett

Ævisaga Elton John kemur út í Bretlandi í næstu viku en í henni kennir ýmissa grasa. Sagan heitir einfaldlega Me. Söngvarinn er heiðarlegur og einlægur sem aldrei fyrr og dregur ekkert undan. Vefur NME birtir stuttan, sprenghlægilegan, kafla úr bókinni þar sem Elton lýsir því að hann reyndi eitt sinn, útúr kókaður á 9. áratugnum, að „fríska upp á“ útlit Bob Dylan sem hann hélt að væri garðyrkjumaður.

Elton John hefur lifað viðburðaríka ævi og hlífir engum, síst ...
Elton John hefur lifað viðburðaríka ævi og hlífir engum, síst sjálfum sér, í ævisögu sinni sem kemur út í næstu viku. AFP

Þetta gerðist í stórri veislu sem Elton hélt þegar djammið stóð sem hæst einhverntímann um eða eftir 1988. „Ég hélt brjálað partí í LA og bauð öllum sem ég þekkti,“ rifjar Elton upp í bókinni. „Um leið og partíið hófst varð ég eins og fljúgandi vitleysingur af dópi og ruglaður í hausnum. Skyndilega birtist í vel upplýstum garðinum illa hirtur náungi sem ég kannaðist ekkert við svo ég hrópaði yfir alla: „Hver í fjáranum er þetta? Af hverju er þessi garðyrkjumaður að fá sér að drekka af barnum?“

Það sló þögn á hópinn. Aðstoðarmaður minn dró mig til hliðar og sagði mér að þetta væri ekki garðyrkjumaður heldur sjálfur Bob Dylan.

Söngvaskáldið Bob Dylan lítur hreint ekkert út fyrir að vera ...
Söngvaskáldið Bob Dylan lítur hreint ekkert út fyrir að vera eins og garðyrkjumaður, en það hélt Elton John. AFP

Elton heldur áfram. „Út úr steiktur af kóki og tilbúin að bæta ráð mitt flýtti ég mér yfir til hans, tók utan um hann og byrjaði að ýta honum í átt að húsinu. „Bob! Bob! Við getum ekki haft þig í þessum hræðilegu fötum! Komdu upp í herbergi til mín, ég á flott föt handa þér. Komdu strax elskan,“ skipaði ég.“

Elton segir svo frá að Dylan hafi fyllst skelfingu. „Svipur hans gaf til kynna að hann gat ekki hugsað sér neitt verra en að klæða sig eins og Elton John.“

Þrátt fyrir þennan misskilning þá hittust Bob og Elton aftur. „Einhverntímann síðar þá bauð ég Dylan í kvöldverð með Simon og Garfunkel. Eftir matinn þá fórum við í orðaleik,“ segir Elton í bókinni og gefur sterklega í skyn að hæfileikar Nóbelsverðlaunahafans í bókmenntum 2016 hafi ekki rist djúpt þegar þarna var komið. 

„Dylan gat bara ekki sagt rétt til um atkvæði orða. Hann var glataður í hljóðmynd orða, ef ég man þetta rétt,“ segir Elton í bókinni. „Hugsa sér. Einn besti textasmiður heims, sá allra orðfærasti í sögu rokksins og hann gat ekki sagt okkur í leiknum hvort tiltekið orð hefði eitt eða tvö atkvæði eða við hvað það rímaði! Hann var svo lélegur að ég henti appelsínum í hann. Eða, það sagði vinur minn að ég hefði gert, daginn eftir.“

Á öðrum stað í bókinni segir Elton John frá því þegar hann „stal“ tónleikum Rolling Stones á níunda áratugnum þegar hann var í ruglaðri vímu.

Söngvarinn vinnur daglega í bata sínum, hefur nú verið edrú í mörg ár og sjaldan verið hamingjusamari.

Bókin um Elton John, Me, kemur út í Bretlandi 15. október. 

mbl.is
Söngkonan Camila Cabello nýtur mikilla vinsælda og er mætt með nýtt lag á lista Tónlistans.
Siggi Gunnars

Lygari Camillu mætir á Tónlistann

Camila Capello mætir með lagið Liar á Tónlistann sem kemur splunkunýtt á lista í 23. sæti. Auður situr sem fastast á toppnum með lagið Enginn eins og þú Lagið hefur nú verið í 18 vikur á lista. Nánar »

Fréttir

Fortnite breyttist í svarthol

Tíundu seríu margmiðlunartölvuleiksins Fortnite lauk með því um helgina að smástirni sprengdi allt kortið í klessu og svarthol blasti við spilurum. Nánar »

Hluti liðsmanna Black Eyed Peas í góðu stuði á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í Laugardal í sumar.
Fréttir

Nýtt frá Black Eyed Peas

Íslandsvinirnir í Black Eyed Peas hafa sameinað krafta sína með rapparanum J Baldvin í laginu: „RITMO (Bad Boys for Life)“. Nánar »

Frá frumsýningu El Camino um síðustu helgi. Leikstjórinn Vince Gilligan með leikurunum Aaron Paul og Bryan Cranston.
Fréttir

Nýtt á skjánum um helgina

El Camino verður frumsýnd um helgina. Bíó-Bússi gefur góð ráð fyrir helgaráhorfið. Nánar »

Ukulellurnar hafa á þessu eina ári sem liðið er frá stofnun verið nokkuð iðnar við að koma fram og vekja jafnan mikla kátínu.
Ísland vaknar

Ukulellur taka lagið

Ukulellurnar voru stofnaðar af hópi samkynhneigðra kvenna, en um er að ræða 12 lesbíur sem hittast reglulega á æfingum þar sem þær syngja og spila á hljóðfærið Ukulele. Nánar »

Litlar plastflöskur með sápu, hárnæringu og sjampói heyra brátt sögunni til hjá Marriott hótelinu og fleiri stórum hótelum.
Fréttir

Litlu sjampóflöskurnar bannaðar

Litlar sjampóflöskur úr plasti verða bannaðar í Kaliforníu frá og með árinu 2023. Nánar »

Skjáskot úr kynningastiklu kvikmyndarinnar Agnes Joy. Króli og Donna Cruz í hlutverkum sínum.
Fréttir

„Króli er kletturinn í dramanu“

Ný íslensk kvikmynd, Agnes Joy, verður frumsýnd á fimmtudag. Myndin er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. Nánar »

Harry Styles er afar vinsæll.
Fréttir

Harry Styles funheitur sem aldrei fyrr

Myndbandið við nýtt lag Styles þykir afar kynæsandi Nánar »

Freddie Mercury, Rollsinn og dragdrottningin Verka Serduchka.
Fréttir

Keypti eðalvagn Freddie Mercury

Bifreiðinni fylgdi pakki af Kleenex bréfþurrkum sem voru í henni við andlát Freddie Mercury. Nánar »

Michael Moore hvetur alla til að sjá myndina um Jókerinn sem hann segir bera mikilvægan boðskap.
Fréttir

Michael Moore mælir með Jókernum

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore segir að kvikmyndin um Jókerinn sé meistaraverk. Allir þurfa að sjá þessa mynd þótt umræðan í Bandaríkjunum hafi snúist um að óttast eigi myndina. Nánar »