Skakkar tennur eru sexí í Japan

Söngkonan Rino Komagata, fremst á myndinni, er með náttúrlegar
Söngkonan Rino Komagata, fremst á myndinni, er með náttúrlegar "yaeba" tennur. Mynd: twitter

Síðustu ár hafa skakkar tennur notið mikilla vinsælda í Japan. Þetta byrjaði með vinsældum söng- og leikkonunnar Tomomi Itano en ungar stúlkur vildu mjög gjarnan líkjast henni, að því er BBC greinir frá.

Söngkonan Tomomi Itano í góðu stuði með stúlknabandinu AKB48 árið …
Söngkonan Tomomi Itano í góðu stuði með stúlknabandinu AKB48 árið 2013 áður en hún fór í tannréttingar. Skjámynd: Youtube.

Það sem gerði Itano-san svo aðdáunarverða var að ekki einungis var hún söngkona hljómsveitarinnar AKB48 heldur hafði hún einnig „yaeba“ eða því sem væri hægt að þýða einhvernveginn sem „tvöfaldar tennur“.

Svokölluð „Yaeba“ meðhöndlun hefur verið vinsæl á tannlæknastofum í Japan þar sem falskar tennur eru settar yfir annars heilbrigðar tennur ungra stúlkna þar í landi. Stundum eru þær grjót-límdar fastar í efri góm en oft er hægt að fjarlægja þær á matmálstímum og áður en farið er að sofa. Meðhöndlunin kostar 31.000 yen eða um 36.000 krónur.

Masora Hino, sönkona og fyrirsæta, státar yaeba á Wikipedia síðu …
Masora Hino, sönkona og fyrirsæta, státar yaeba á Wikipedia síðu um fyrirbærið. Mynd: Wikipedia

Vinsældir skakkra tenna hafa dalað örlítið eftir að Itano-san lét laga tennur sínar, en BBC hefur þó eftir einum tannlækni í Tokyo að ennþá koma um 1-2 stelpur á mánuði og óska eftir „Yaeba“ meðhöndlun.

Stelpurnar í AKB48 brosa sínu blíðasta og eru gríðarlega vinsælar í Japan. Koi Suru Fortune Cookie er þeirra vinsælasta lag sem sjá má og heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Frétt BBC.

mbl.is
Foreldrar hafa afar mikilvægu hlutverki að gegna og þurfa oftar en ekki að setja eigin vonir og þrár á hilluna til að sinna börnunum.
Fréttir

Hafa aðeins um 30 mínútur fyrir sjálfa sig

Könnun sem gerð var á lífum tvö þúsund mæðra og feðra sýndi fram á að foreldrar eigi að meðaltali aðeins 32 mínútur af degi hverjum degi fyrir sjálfa sig eftir að hafa sinnt skyldum vinnunnar, heimilisins og fjölskyldunnar. Nánar

Sam Smith.
Fréttir

Sam Smith leitar að blindum söngvara

Breski söngvarinn Sam Smith deilir færslu á Twitter með fylgjendum sínum sem sýnir upptöku af manni, að því er virðist frá Filippseyjum, syngja lag hans Too Good At Goodbyes á karókígræju í verslunarmiðstöð. Nánar

Karítas stefnir að því að teikna öll goðsagnadýrin úr norrænni goðafræði.
Fréttir

Er innblásin af nornum og þjóðsögum

Karítas Gunnarsdóttir er 26 ára nýútskrifuð listakona búsett í Leeds í Bretlandi þar sem hún starfar nú tímabundið í Leeds Arts University þaðan sem hún útskrifaðist á síðasta ári og vinnur að ýmsum verkefnum. Hún teiknar meðal annars myndir af gæludýrum fólks og hefur ástríðu fyrir því að kynna íslenska goðafræði fyrir útlendingum í gegnum listina. Nánar

Fréttir

Íslensku lögin sem eru ekki íslensk

Einhverjum kann að koma á óvart að mörg af þekktustu og sígildustu dægur-, popp- og barnalögum Íslendinga séu ekki upprunalega íslensk en sú er þó raunin. Lög eins og Sagan af Nínu og Geira, Lóan er komin, Bíddu pabbi bíddu mín, Bíum bíum bambaló, Heyr mína bæn, Fljúga hvítu fiðrildin og Góða ferð eru allt söngtextar sem sungnir eru yfir lög sem hafa verið fengin erlendis frá og annaðhvort verið þýdd úr upprunalegu tungumáli eða hafa fengið nýjan íslenskan texta. Nánar

Norska söngkonan Angelina Jordan.
Fréttir

13 ára söngkona slær í gegn

Norska söngstirnið Angelina Jordan sló rækilega í gegn í sjónvarpsþættinum America´s Got Talent Champions nýverið. Angelina er 13 ára en hún sigraði Norway´s Got Talent aðeins 7 ára að aldri. Nánar

Emmsjé Gauti spjallaði við Loga Bergmann og Sigga Gunnars um lífið og tilveruna í Síðdegisþættinum í sólinni á Tenerife í gær.
Fréttir

Dýrkar fjölskyldulífið og stefnir á brúðkaup

„Fyrir sex árum, ef þið hefðuð sagt við mig að fimm manna fjölskylda væri á mínum snærum og við værum á Tenerife á einhverju „all inclusive“ hóteli hefði ég gubbað,“ sagði Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti í samtali við Síðdegisþáttinn á K100 á Tenerife. Nánar

Fréttir

Nýir Netflix-þættir í vonda veðrinu

Björn Þórir Sigurðsson, bíófræðingur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100, lumar á góðum hugmyndum um áhorf á nýja þætti á streymisveitum eins og Netflix þegar óveðrið gengur yfir landið. Nánar

Pör eru hvött til að taka með sér einhleypan einstakling á matsölustaðinn Brew Dog Reykjavík og fá fyrir hann fría máltíð á Valentínusardaginn.
Fréttir

Bjóða þriðja hjólinu fría máltíð

Matsölustaðurinn BrewDog Reykjavík ætlar að bjóða upp á fría máltíð fyrir einhleypa einstaklinga sem mæta einir ásamt ástföngnum pörum í dag á Valentínusardaginn. Staðurinn hvetur pör og hjón til að taka einhleypa vini sína með sér á matsölustaðinn. Munu „þriðju hjólin“ svokölluðu fá ostborgaramáltíð með frönskum eða grænmetisrétt sér að kostnaðarlausu. Nánar