menu button

Skakkar tennur eru sexí í Japan

Söngkonan Rino Komagata, fremst á myndinni, er með náttúrlegar
Söngkonan Rino Komagata, fremst á myndinni, er með náttúrlegar "yaeba" tennur. Mynd: twitter

Síðustu ár hafa skakkar tennur notið mikilla vinsælda í Japan. Þetta byrjaði með vinsældum söng- og leikkonunnar Tomomi Itano en ungar stúlkur vildu mjög gjarnan líkjast henni, að því er BBC greinir frá.

Söngkonan Tomomi Itano í góðu stuði með stúlknabandinu AKB48 árið ...
Söngkonan Tomomi Itano í góðu stuði með stúlknabandinu AKB48 árið 2013 áður en hún fór í tannréttingar. Skjámynd: Youtube.

Það sem gerði Itano-san svo aðdáunarverða var að ekki einungis var hún söngkona hljómsveitarinnar AKB48 heldur hafði hún einnig „yaeba“ eða því sem væri hægt að þýða einhvernveginn sem „tvöfaldar tennur“.

Svokölluð „Yaeba“ meðhöndlun hefur verið vinsæl á tannlæknastofum í Japan þar sem falskar tennur eru settar yfir annars heilbrigðar tennur ungra stúlkna þar í landi. Stundum eru þær grjót-límdar fastar í efri góm en oft er hægt að fjarlægja þær á matmálstímum og áður en farið er að sofa. Meðhöndlunin kostar 31.000 yen eða um 36.000 krónur.

Masora Hino, sönkona og fyrirsæta, státar yaeba á Wikipedia síðu ...
Masora Hino, sönkona og fyrirsæta, státar yaeba á Wikipedia síðu um fyrirbærið. Mynd: Wikipedia

Vinsældir skakkra tenna hafa dalað örlítið eftir að Itano-san lét laga tennur sínar, en BBC hefur þó eftir einum tannlækni í Tokyo að ennþá koma um 1-2 stelpur á mánuði og óska eftir „Yaeba“ meðhöndlun.

Stelpurnar í AKB48 brosa sínu blíðasta og eru gríðarlega vinsælar í Japan. Koi Suru Fortune Cookie er þeirra vinsælasta lag sem sjá má og heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Frétt BBC.

mbl.is
Fréttir

Villi Naglbítur er fanta blokkflautuleikari

Villi Naglbítur var fyrsti gestur Loga Bergmann og Sigga Gunnars í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum og þar kom ýmislegt fram! Nánar »

Sigga Kling sér um stjörnuspána á mbl.is.
Fréttir

Logi Bergmann og Sigga Kling tókust á

Sigga Kling, spákona Íslands, lagði línurnar fyrir komandi samstarf í nýjum síðdegisþætti á K100. Nánar »

Fréttir

Sjón skrifar handrit að nýrri mynd með Nicole Kidman

Kvikmyndin um Norðmanninn er sögð eiga að gerast á Íslandi á víkingaöld. Nánar »

Sörur eru eitt af því besta sem til er.
Fréttir

Sörur seljast eins og heitar lummur

Hægt er að kaupa tilbúnar Sörur sem oft eru seldar í fjáröflunarskyni á netinu. Nánar »

Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota, og Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, draga út vinningshafa í áskriftarleik Morgunblaðsins.
Ísland vaknar

Vann Toyota Corolla í áskriftarleik Morgunblaðsins

Ágústa Elín Ingþórsdóttir var í morgun dregin út í áskriftarleik Morgunblaðsins og vann glæsilega Toyotu Corollu. Nánar »

Sturla Sighvatsson í hlutverki Benjamíns dúfu.
Fréttir

Benjamín dúfa keypti blokk á Ásbrú

Fjárfestir og fasteignamógúll með forsögu úr kvikmyndum keypti blokk á Ásbrú. Nánar »

Bryan Adams hefur selt yfir 65 milljón platna á heimsvísu og er einn af vinsælustu tónlistarmönnum í heimi.
Kynning

Tónleikar til heiðurs Bryan Adams

Þann 5. nóvember næstkomandi mun kanadíski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Bryan Adams verða 60 ára. Að því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs 1. nóvember í Gamla Bíó. Nánar »

John Lithgow í hlutverki sínu í kvikmyndinni Bombshell.
Fréttir

John Lithgow ógnvekjandi

Ný stikla úr kvikmyndinni „Bombshell“ hefur litið dagsins ljós. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum innan bandarísku Fox fréttastöðvarinnar þar sem fréttakonur máttu þola kynferðislega áreitni frá yfirmanni þeirra, Roger Ailes, um langt árabil. Nánar »

Björgvin Halldórsson.
Ísland vaknar

Brimkló saman á ný?

Sterkur orðrómur er á kreiki um að hljómsveitarmeðlimir séu að dusta rykið af hljóðfærunum og ræða að koma fram á ný. Rætt var við stórsöngvarann Björgvin Halldórsson í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Nánar »

Hallgrímur Ólafsson ásamt konunni sinni, Matthildi Magnúsdóttur, sem er vön að skrifa athafnir daglegs lífs niður á miða fyrir hann.
Fréttir

Halli Melló er með skæðan athyglisbrest

Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, eða Halli Melló, er með gríðarlegan athyglisbrest. Hann náði samt mikilvægum áfanga í gær þegar konan hans fór til útlanda. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist