menu button

„Börn eru sérstök skotmörk í stríði“

Þessi kona er sjálfboðaliði sem hefur tekið að sér að ...
Þessi kona er sjálfboðaliði sem hefur tekið að sér að líta eftir 24 munaðarlausum börnum sem talin eru tilheyra bardagamönnum Íslamska ríkisins (IS). Myndin er tekin í flóttamannabúðum í Ain Issa í norðurhluta Sýrlands. AFP

„Það eru 100 ár síðan stofnandi Save the Children, Eglantyne Jebb sagði: „Öll stríð eru stríð gegn börnum.” Við vitum að börn hafa aldrei haft það verra en þau sem hafa þurft að búa við stríðsástand síðustu 20 ára. Stríð eru að færast nær börnum en í dag en var fyrir 100 árum. Í dag eru börn sérstök skotmörk í stríði. Það er verið að sprengja í loft upp skóla og sjúkrahús sem eiga að vera sérstakir griðastaðir barna. Það er verið að sprengja börn, skjóta þau, svelta og nauðga.”

Þetta segir Helga Reynisdóttir hjá Alþjóðasamtökum Barnaheilla en samtökin fagna 100 ára starfsafmæli um þessar mundir. Helga mætti ásamt Guðrúnu Helgu Jóhannsdóttur í viðtal í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 til að segja frá starfsemi Barnaheilla.

Fleiri börn en hermenn deyja í stríðsátökum

„Börn eru víða notuð sem hermenn á átakasvæðum. Á 5 árum, frá 2013 – 2017 þá dóu 870.000 börn í stríði í heiminum. Öll voru þau undir 5 ára. Á sama tíma dóu 175.000 hermenn. Það þýðir að 5 börn létust fyrir hvern hermann. Börn eru að borga fyrir stríðsátökin í meira mæli en þeir sem eru að heyja þau,“ segir Helga.

Barnaheill, eða Save the Children, er starfandi í 120 löndum. Þau ein stærstu mannréttindasamtök í heimi sem vinnur að mannúð fyrir börn. „Við höfum það að leiðarljósi að breyta heiminum fyrir börn. Við veitum almenna neyðaraðstöð fyrir börn þar sem er stríð og höldum úti barnvænum svæðum. Við veitum einnig börnum í stríði mikilvæga sálfræðiaðstoð því auðvitað getur það haft gríðarlega miklar afleiðingar að búa við slíkar aðstæður,“ segir Guðrún. 

Söfnun fyrir stríðshrjáð börn

Barnaheill eru nú farin af stað með söfnun og kallar eftir stuðningi almennings, fyrirtækja og stjórnvalda. Hægt er að senda SMS í símanúmerið 1900 og skrifa einfaldlega „BARNAHEILL“ með stórum stöfum til að styðja samtökin um 1.900 krónur. Allar nánari upplýsingar um söfnunina og samtökin eru á Barnaheill.is

Viðtalið við Helgu og Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is
Fréttir

Villi Naglbítur er fanta blokkflautuleikari

Villi Naglbítur var fyrsti gestur Loga Bergmann og Sigga Gunnars í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum og þar kom ýmislegt fram! Nánar »

Sigga Kling sér um stjörnuspána á mbl.is.
Fréttir

Logi Bergmann og Sigga Kling tókust á

Sigga Kling, spákona Íslands, lagði línurnar fyrir komandi samstarf í nýjum síðdegisþætti á K100. Nánar »

Fréttir

Sjón skrifar handrit að nýrri mynd með Nicole Kidman

Kvikmyndin um Norðmanninn er sögð eiga að gerast á Íslandi á víkingaöld. Nánar »

Sörur eru eitt af því besta sem til er.
Fréttir

Sörur seljast eins og heitar lummur

Hægt er að kaupa tilbúnar Sörur sem oft eru seldar í fjáröflunarskyni á netinu. Nánar »

Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota, og Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, draga út vinningshafa í áskriftarleik Morgunblaðsins.
Ísland vaknar

Vann Toyota Corolla í áskriftarleik Morgunblaðsins

Ágústa Elín Ingþórsdóttir var í morgun dregin út í áskriftarleik Morgunblaðsins og vann glæsilega Toyotu Corollu. Nánar »

Sturla Sighvatsson í hlutverki Benjamíns dúfu.
Fréttir

Benjamín dúfa keypti blokk á Ásbrú

Fjárfestir og fasteignamógúll með forsögu úr kvikmyndum keypti blokk á Ásbrú. Nánar »

Bryan Adams hefur selt yfir 65 milljón platna á heimsvísu og er einn af vinsælustu tónlistarmönnum í heimi.
Kynning

Tónleikar til heiðurs Bryan Adams

Þann 5. nóvember næstkomandi mun kanadíski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Bryan Adams verða 60 ára. Að því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs 1. nóvember í Gamla Bíó. Nánar »

John Lithgow í hlutverki sínu í kvikmyndinni Bombshell.
Fréttir

John Lithgow ógnvekjandi

Ný stikla úr kvikmyndinni „Bombshell“ hefur litið dagsins ljós. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum innan bandarísku Fox fréttastöðvarinnar þar sem fréttakonur máttu þola kynferðislega áreitni frá yfirmanni þeirra, Roger Ailes, um langt árabil. Nánar »

Björgvin Halldórsson.
Ísland vaknar

Brimkló saman á ný?

Sterkur orðrómur er á kreiki um að hljómsveitarmeðlimir séu að dusta rykið af hljóðfærunum og ræða að koma fram á ný. Rætt var við stórsöngvarann Björgvin Halldórsson í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Nánar »

Hallgrímur Ólafsson ásamt konunni sinni, Matthildi Magnúsdóttur, sem er vön að skrifa athafnir daglegs lífs niður á miða fyrir hann.
Fréttir

Halli Melló er með skæðan athyglisbrest

Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, eða Halli Melló, er með gríðarlegan athyglisbrest. Hann náði samt mikilvægum áfanga í gær þegar konan hans fór til útlanda. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist