Hvað varð um Glenn Medeiros?

Hjartaknúsarinn Glenn Medeiros.
Hjartaknúsarinn Glenn Medeiros. Mynd:Saintlouishawaii.org

Rúm 30 ár eru frá því að þá 17 ára Glenn Medeiros skaust upp á stjörnuhimininn með laginu Nothing´s Gonna Change My Love For You. Lagið er sakbitin sæla hjá mörgum því hver man ekki eftir viðlaginu:

Nothing's gonna change my love for you
You oughta know by now how much I love you
One thing you can be sure of
I'll never ask for more than your love

En hvað varð um söngvarann? Hvert fór hann? Hvaðan kom hann?

Glenn Medeiros er af portúgölskum ættum sem kom tveimur smellum ofarlega á vinsældarlista. Auk fyrrnefndrar ástarballöðu söng hann einnig lagið She Aint Worth It sem fór á toppinn í Bandaríkjunum árið 1990.

Hann er fæddur 24. júní árið 1970 og er því nú 49 ára. Árið 1986 sigraði hann í söngvakeppni útvarpsstöðvar í Hawaii með því að flytja lagið Nothing´s Gonna Change My Love For You sem upprunalega var flutt af George Benson. Lagið, í flutningi Medeiros, öðlaðist vinsældir þegar það komst í spilun hjá útvarpsstöð í Phoenex. Það sat á toppnum í Bretlandi í fjórar vikur árið 1988.

Eftir að vinsældir í tónlistinni fóru að dvína snéri Glenn sér að kennslu. Hann starfar nú sem skólastjóri Saint Louis skólans í Honolulu á Hawaii. Hann er giftur og á tvö börn.

mbl.is