Spólað til baka: Verstu lög níunda áratugar

Wham kemst á lista könnunar Rolling Stones með verstu lög …
Wham kemst á lista könnunar Rolling Stones með verstu lög níunda áratugar. Skjáskot: youtube.

Á þessum degi árið 2011 birti Rolling Stones-tímaritið niðurstöður könnunar sem gekk út á að finna versta lag níunda áratugarins. Lagið sem fékk hæstu einkunn var „We Built This City" með hljómsveitinni Starship og hlaut því þennan vafasama titil.

Lagið var gefið út árið 1985 á plötunni Knee Deep in the Hoopla.

Annað sætið hreppti sænska hljómsveitin og Íslandsvinirnir Europe fyrir lagið „The Final Countdown“.

Þriðja versta lag níunda áratugar var „The Lady In Red" með Chris de Burgh. Hinn ofurhressi Wham! smellur „Wake Me Up (Before You Go Go)“ komst einnig inn á topp 5 listann.

mbl.is