Nicole Kidman og Keith Urban syngja saman

Nicole Kidman og Keith Urban.
Nicole Kidman og Keith Urban. AFP: Angela Weiss

Glæsiparið Nicole Kidman og Keith Urban stukku upp á svið í brúðkaupi vina sinna á Ítalíu nýverið og sungu saman lag Elton John, Your Song. Þau hafa verið gift í 13 ár og virðast afar ástfangin.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau Nicole og Keith taka saman lagið. Í fyrra stálu þau senunni með þessari útgáfu af lagi Keith, The Fighter.

Spurð um lykilinn að farsælu sambandi sagði Nicole Kidman í viðtali við People árið 2016 það bara vera ást. „Ást og umlykja hvort annað með ást, engu öðru. Það vill líka til að okkur líkar vel við hvort annað. Það virkar.“

mbl.is