Tíu ára stúlka með mikilvægan boðskap

Mynd: Facebook.

Tíu ára stúlka frá Nashville í Bandaríkjunum mætir neikvæðni með jákvæðni í hvetjandi myndskeiði sem deilist nú hratt um samfélagsmiðla. Stúlkan heitir Promise Sawyer og er afar hreykin af hári sínu. Daginn áður en myndskeið hennar birtist höfðu krakkar í skólanum strítt henni á „afró“ hári hennar.

„Ekki láta neinn stela gleðinni“

Promise laumaðist til að taka upp myndskeiðið í síma mömmu hennar áður en hún fór aftur í skólann. Mamma hennar, Qui Daugherty, ákvað að deila því á Facebook eftir að hafa séð það fyrst.

„Ekki láta neinn stela gleðinni þinn. Ekki veita neinum það mikil völd,“ lýsir Promise yfir í myndskeiðinu en áhorf á það er að nálgast 2 milljónir.

Daugherty segir í viðtali við Yahoo Lifestyle að dóttir sín sé jákvæð stúlka sem er með jákvæðar staðhæfingar á límmiðum út um allt hús, ekki bara í herberginu sínu. Hún hafi alltaf kennt henni að bregðast við neikvæðni með jákvæðni, sem virðist hafa gert gæfumun í þessu tilfelli.

Rúmlega 8 þúsund manns hafa skilið eftir athugasemd við færsluna. Flestir dást að hugrekki hennar og jákvæðni. Sjálf hefur Promise gaman af hvað myndskeiðið fær mikið áhorf og jákvæð viðbrögð úr ólíkum áttum.


 

mbl.is