Hermenn dansa fyrir vináttu

Skjáskot: Youtube.

Hermenn úr norska hernum leggja niður vopn og dansa í takt við lag sem tileinkað er vináttu. Stina Talling flytur lagið sem er hluti af „BlimE“ vinarátaki norska ríkisútvarpsins, NRK. Fleiri fullorðnir dansa með hermönnunum í laginu en boðskapur þess er að þú ert nóg.

Á hverju ári efnir NRK til átaks af þessu tagi. Markmiðið er að efla vináttu og samheldni barna. Fólki gefst kostur á að dansa með og senda myndskeið af því sem birt er í sjónvarpinu. Útkomuna má sjá hér að neðan.


mbl.is