„Góður maki gerir okkur hamingjusöm“

Helgi Jóhannsson.
Helgi Jóhannsson. K100

Í sjónvarpi Símans er nú verið að sýna þættina „Allt fyrir ástina“. Helgi Jóhannsson, framleiðandi, er hluti af teyminu sem framleiddi þáttanna. Teymið inniheldur
umsjónarmennina Kolbrúnu Pálínu Helgadóttur, Kristborgu Bóel og leikstjórann Hauk Björgvinsson. Helgi mætti í morgunþátt K100, Ísland vaknar, og sagðist hafa mikinn áhuga á umfjöllunarefninu, ástinni.

Í þáttunum er farið djúpt ofan í saumana á ástinni. Rætt er við sálfræðinga og aðra fræðimenn auk þess sem pör lýsa reynslu sinni af þessu fyrirbæri sem flestum er hugleikið. Helgi segir hópinn hafa komist að því að það væri bein tenging á milli ástar og hamingju.  „Það virðist vera þannig að góður maki geri okkur hamingjusöm. Endurteknar rannsóknir staðfesta þetta,“ segir Helgi. 

Áhrif foreldra á fullorðin börn

Helgi segir að í þáttunum sé rannsakað hversu mikil áhrif foreldrar geti haft á hamingju fullorðinna barna sinna. Tengsl við foreldra hefur þannig gríðarleg áhrif á tengslamyndun okkar við ástvini og maka. 

Í viðtalinu lýsir Helgi nokkrum tegundum fólks sem hefur ólíkar þarfir í nánum tengslum og segir að í rannsóknarvinnu teymisins hafi þau komist að þeirri niðurstöðu að þessar þarfir mótist eftir tengslum við foreldra.

Viðtalið við Helga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.mbl.is