67 nýjar bíómyndir og þættir á Netflix

Mynd: youtube.com/Netflix

Netflix tekur samkeppni frá öðrum streymisveitum eins og Disney og Apple alvarlega. 67 nýjar bíómyndir og þættir verða aðgengilegir á Netflix í október. Björn Þórir Sigurðsson fór yfir það allra nýjasta í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. 

6 Underground

Hér er á ferðinni hasarmynd með stórstjörnunni Ryan Reynolds en myndinni hefur verið líkt við Fast and the Furious og Jason Bourne. Þótt hún hafi kostað yfir 100 milljónir dollara í framleiðslu fer hún beint í sýningu á Netflix í desember. 

The Joker

Allir verða að sjá þessa mynd, þó ekki væri nema fyrir stórkostlega kvikmyndatónlist Hildar Guðnadóttur tónskálds. Þetta er ekki hefðbundin súperhetjumynd með fljúgandi köllum í plastgöllum heldur vandað stórvirki. 

Godfather of Harlem

Þessir þættir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni Epix. Um er að ræða sannsögulega þætti um félagana Bobby Johnson og Malcolm X sem kljást við ítölsku mafíuna í Harlem á 7. áratug síðustu aldar. 

Goliath

Þriðja þáttaröðin af þessum vinsælu þáttum er að hefja göngu sína á Amazon-streymisveitunni. Þættirnir skarta Billy Bob Thornton í aðalhlutverki. 

Að auki nefndi Björn 10 þátta seríu af Walking Dead sem er að hefja sína dauðagöngu. Batwoman grípur til sinna ráða á CW-sjónvarpsstöðinni þegar Batman er hvergi sjáanlegur. Ekki má gleyma kvikmyndinni Ad Astra, með Brad Pitt í aðalhlutverki, sem hægt er að sjá núna í bíó.

mbl.is