Kvikmyndin 1917 tekin í einni töku

Skjáskot: youtube.com/1917

Leikstjórinn Sam Mendes, sem leikstýrði m.a James Bond myndinni „Skyfall“, vill að áhorfendur nýjustu kvikmyndar hans,„1917“, upplifi eins og þeir séu raunverulega staddir með söguhetjunum í fyrri heimsstyrjöldinni. Til að gera það er öll myndin tekin upp í einni töku.

Skyggnst er á bakvið tjöldin við gerð þessarar sérstöku myndar, sem reyndi jafnt á tökumenn sem leikara, í myndskeiðinu hér að neðan.

1917 segir frá tveimur hermönnum í fyrri heimsstyrjöld sem fá það hlutverk að koma skilaboðum áfram til herdeildar sem getur bjargað mannslífum 1.600 hermanna. Til að gera það þurfa þeir að laumast yfir hrikaleg átakasvæði. Mendes vill að áhorfendur upplifi hverja einustu stund sem það tók.

„Frá því ég tók verkið af mér vildi ég að sagan yrði sögð í rauntíma,“ segir Mendes í myndskeiðinu. „Hver áfangi, hvert einasta skref var varla hægt að slíta í sundur með því að klippa því það gerist svo margt. Eina leiðin til að skila því á hvíta tjaldið var ein samfelld taka.“

1917 kemur í bíóhús um jólin og strax eftir áramót.

Hér má sjá stiklu myndarinnar:

mbl.is