Umhverfishetjan tók 400 kíló af drasli

skjáskot: mbl.is

Á síðustu vikum hefur Umhverfishetjan sést taka til hendinni víða um borgina. Hetjan mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun og sagðist óska nafnleyndar.

„Ég held mikið í nafnleyndina, ekki bara til að vernda mína nánustu heldur til að undirstrika að allir geta verið umhverfishetjur,“ sagði Umhverfishetjan sem sagðist vera frá hinni deyjandi plánetu jörð. Hann minnti á að allir geta hjálpast að við að taka upp drasl og rusl.

„Alþjóðlegi hreinsunardagurinn var á laugardag og það var geggjað fyrir mig að vera með Bláa hernum og fleirum úti á Granda þar sem við fjarlægðum 400 kíló af rusli sem safnaðist bara þar. Margir skokkarar eru byrjaðir að plokka sem er svo gaman að sjá. Það er að verða breytt hugarfar og meiri umhverfisvitund. Alvöruumhverfishetjur eru þær sem fara út að plokka,” segir Umhverfishetjan en sjá má viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.


  

Umhverfishetjan.
Umhverfishetjan. K100
mbl.is

#taktubetrimyndir