Hlynur Kristinn: Helgar líf sitt því að hjálpa öðrum

Hlynur Kristinn Rúnarsson.
Hlynur Kristinn Rúnarsson. K100

Hlynur Kristinn Rúnarsson ræddi um reynslu sína í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í vikunni. Hann er fyrrverandi fíkill sem hefur verið edrú í fjóra mánuði en helgar nú líf sitt því að hjálpa öðrum.

Hlynur stofnaði facebooksíðuna Það er von. Þar leggur hann áherslu á að styðja unga fíkla og benda þeim á að það sé til lausn á vandamálinu.

Hlynur var langt leiddur í neyslu stera, kókaíns og fleiri vímuefna og hefur þar að auki setið í fangelsi í Brasilíu. Hann óskar engum að upplifa slíka reynslu.mbl.is