„Vísindin lofa vegan-mataræði“

Birkir Steinn Erlingsson.
Birkir Steinn Erlingsson. K100

Skoðanir eru skiptar á vegan-mataræðinu svonefnda en vinsældir þess fara vaxandi. Birkir Steinn Erlingsson, ráðgjafi morgunþáttarins Ísland vaknar á K100, kom í þáttinn í vikunni og ræddi nokkrar staðreyndir um vegan og nýjustu niðurstöður rannsókna því tengdar.

Birkir benti á að þekktir háskólar væru búnir að taka lamba- og nautakjöt af matseðlum skólanna. „Fullt af krökkum er núna að verða vegan, sérstaklega út af siðferðismálum, heilsumálum og umhverfismálum. Þetta er eina vitið í dag,“ sagði Birkir.

Umræðan snérist einnig um næringarmál og hvort bjóða ætti upp á vegan í skólum.  Hlustendur hringdu og sögðu skoðun sína á málinu. Sjáðu og heyrðu áhugavert viðtal við Birki Stein í spilaranum hér að neðan.

mbl.is