Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum úti um allan heim

Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum út um allan heim.
Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum út um allan heim. Mynd: youtube.com

„Í hvaða dúr er lagið Robbie?“ spyr Ringo Starr áður en hann telur í lagið The Weight. Robbie Robertson svarar svarar yfir símann: „Heilabilað F!”

Það sem gerist næst er einstök útgáfa þeirra félaga af laginu, sem The Band gerði frægt fyrir sléttum 50 árum. Þeir njóta fulltingis tónlistarmanna um allan heim. Þarna má sjá til dæmis tónlistarmenn eins og gítarleikarann Char frá Japan, Taimane frá Hawaii og Ahmed Al Harmi frá Bahrein.

Um er að ræða verkefnið Playing For Change sem stefnir að því að rjúfa múra og færa fólk nær hvað öðru með tónlist. Hópurinn hefur áður staðið fyrir gerð sambærilegra myndbanda eins og Redemption Song, What´s Going On og fleiri. 

Upptökur á laginu The Weight tóku eitt og hálft ár enda voru tónlistarmennirnir staddir hver í sínu heimshorninu. Sjón er sögu ríkari.

mbl.is