menu button

„Hefðbundnar“ bækur seljast ennþá meira en rafbækur

Þúsaldakynslóðinni svonefndu er stundum kennt um að hafa slátrað iðngreinum. ...
Þúsaldakynslóðinni svonefndu er stundum kennt um að hafa slátrað iðngreinum. Það kemur á óvart að það er einmitt hjá henni þar sem hið prentaða orð nýtur mestra vinsælda. AFP

Það gæti komið á óvart en flestir lesendur, allavega vestanhafs, kjósa ennþá að lesa frekar „hefðbundnar“, útprentaðar bækur en rafbækur.

Samanlagðar tekjur allra bókaútgefenda í Bandaríkjunum í fyrra námu 26 milljörðum dala. Af því var hlutur rafbóka rétt rúmir 2 milljarðar dala en útprentaðra bóka 22,6 milljarðar dala. Þetta kemur fram í ársskýrslu samtaka útgefenda þar í landi sem CNBC vitnar til í frétt sinni. Inni í þessum tölum eru viðskipta- og kennslubækur auk skáldsagna.

Meryl Halls, framkvæmdastjóri samtaka bóksala í Bretlandi, segir að þó að stafræn útgáfa hafi haft truflandi áhrif á iðngreinar eins og dagblaða- og tónlistarútgáfur þá kunni fólk ennþá vel að meta að eiga bækur sem áþreifanlegan hlut.

„Ég held að rafbókarblaðran sé sprungin. Sala á rafbókum hefur jafnast út. Það er ennþá aðlaðandi að eiga hlut eins og bók. Útgefendur halda áfram að gefa út fallegar bækur með listilega hönnuðum kápum. Þetta eru fallegir hlutir,“ segir hún við CNBC. Hún bætir því við að fólk vilji sýna öðrum hvað það hefur áorkað að lesa.

„Lesendur vilja skrá hvað þeir hafa lesið og láta gjarnan aðra vita af því. Heimili eru hönnuð með það í huga og þar er hægt að sjá hvaða bækur hafa verið lesnar. Flest okkar vilja ljúka verkefnum. Skýrasta dæmið um að við höfum áorkað einhverju eru þær bækur sem við höfum lesið sem blasa við þeim sem heimsækja okkur.”

„Lesendur vilja skrá hvað þeir hafa lesið og láta gjarnan ...
„Lesendur vilja skrá hvað þeir hafa lesið og láta gjarnan aðra vita af því. Heimili eru hönnuð með það í huga og þar er hægt að sjá hvaða bækur hafa verið lesnar." AFP

Samkvæmt Nielsen-rannsóknarfyrirtækinu njóta náttúrulífsbækur, matreiðslubækur og barnabækur mestra vinsælda af prentuðum bókum. Glæpasögur, ástarsögur og spennubækur eru vinsælastar sem rafbækur.

Áratugur er síðan Amazon setti Kindle lestölvuna á markað. Halls segir að það sé þörf fyrir að fá upplýsingar og að flýja frá skjánum. „Lesendur leita í prentið af alls konar ástæðum. Það er erfiðara að mynda tilfinningatengsl við það sem þú ert að lesa ef það er í lestölvu,“ segir Halls.

Unga fólkið vill bækur

Þúsaldakynslóðinni svonefndu er stundum kennt um að hafa slátrað iðngreinum. Það kemur á óvart að það er einmitt hjá henni þar sem hið prentaða orð nýtur mestra vinsælda.

63% af bókum sem seldar eru í Bretlandi eru til fólks sem er yngra en 44 ára. 52% af rafbókum eru seldar til þeirra sem eru yfir 45 ára, samkvæmt Nielsen rannsóknarfyrirtækinu.

Sömu sögu er að segja frá Bandaríkjunum. 75% fólks á aldrinum 18 til 29 ára sögðust hafa lesið bók árið 2017. Það er hærra en meðaltalið sem er 67%, samkæmt Pew Research.

Haft er eftir Jacks Thomas, stjórnanda bókakaupstefnunnar í London að eftirspurn eftir öllum tegundum bóka mun halda áfram að aukast, sama í hvernig formi þær eru gefnar út.

„Fólk mun alltaf þrá þekkingu og sögur. Frá því sjónarhorni er staða bókarútgáfu mjög sterk. Ég hef mjög mikinn áhuga á að sjá hvernig skólastofur þróast í framtíðinni. Það mun hafa mikil áhrif hvernig kynslóðir framtíðar munu umgangast hin skrifuðu orð. Sögur verða sagðar og þekkingu verður miðlað þannig að ég held að bókin eigi bjarta framtíð, sama í hvaða útgáfuformi hún verður.“

Frétt CNBC.

mbl.is
Fréttir

Villi Naglbítur er fanta blokkflautuleikari

Villi Naglbítur var fyrsti gestur Loga Bergmann og Sigga Gunnars í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum og þar kom ýmislegt fram! Nánar »

Sigga Kling sér um stjörnuspána á mbl.is.
Fréttir

Logi Bergmann og Sigga Kling tókust á

Sigga Kling, spákona Íslands, lagði línurnar fyrir komandi samstarf í nýjum síðdegisþætti á K100. Nánar »

Fréttir

Sjón skrifar handrit að nýrri mynd með Nicole Kidman

Kvikmyndin um Norðmanninn er sögð eiga að gerast á Íslandi á víkingaöld. Nánar »

Sörur eru eitt af því besta sem til er.
Fréttir

Sörur seljast eins og heitar lummur

Hægt er að kaupa tilbúnar Sörur sem oft eru seldar í fjáröflunarskyni á netinu. Nánar »

Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota, og Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, draga út vinningshafa í áskriftarleik Morgunblaðsins.
Ísland vaknar

Vann Toyota Corolla í áskriftarleik Morgunblaðsins

Ágústa Elín Ingþórsdóttir var í morgun dregin út í áskriftarleik Morgunblaðsins og vann glæsilega Toyotu Corollu. Nánar »

Sturla Sighvatsson í hlutverki Benjamíns dúfu.
Fréttir

Benjamín dúfa keypti blokk á Ásbrú

Fjárfestir og fasteignamógúll með forsögu úr kvikmyndum keypti blokk á Ásbrú. Nánar »

Bryan Adams hefur selt yfir 65 milljón platna á heimsvísu og er einn af vinsælustu tónlistarmönnum í heimi.
Kynning

Tónleikar til heiðurs Bryan Adams

Þann 5. nóvember næstkomandi mun kanadíski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Bryan Adams verða 60 ára. Að því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs 1. nóvember í Gamla Bíó. Nánar »

John Lithgow í hlutverki sínu í kvikmyndinni Bombshell.
Fréttir

John Lithgow ógnvekjandi

Ný stikla úr kvikmyndinni „Bombshell“ hefur litið dagsins ljós. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum innan bandarísku Fox fréttastöðvarinnar þar sem fréttakonur máttu þola kynferðislega áreitni frá yfirmanni þeirra, Roger Ailes, um langt árabil. Nánar »

Björgvin Halldórsson.
Ísland vaknar

Brimkló saman á ný?

Sterkur orðrómur er á kreiki um að hljómsveitarmeðlimir séu að dusta rykið af hljóðfærunum og ræða að koma fram á ný. Rætt var við stórsöngvarann Björgvin Halldórsson í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Nánar »

Hallgrímur Ólafsson ásamt konunni sinni, Matthildi Magnúsdóttur, sem er vön að skrifa athafnir daglegs lífs niður á miða fyrir hann.
Fréttir

Halli Melló er með skæðan athyglisbrest

Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, eða Halli Melló, er með gríðarlegan athyglisbrest. Hann náði samt mikilvægum áfanga í gær þegar konan hans fór til útlanda. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist