Næringarfræðingur: Keto-þráhyggja er ekki holl”

Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur.
Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Mynd: Aðsend

„Keto-mataræðið er fyrst of fremst frábær markaðssetning,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur, í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. „Ég lít á keto sem ákveðin trúarbrögð og tek eftir að fólk fái þráhyggju á þessu mataræði og megi alls ekki svindla. Þetta mataræði hentar mjög þröngum hópi en keto bilun, eins og hefur verið í gangi á Íslandi er alls ekki gott,“ segir Elísabet. Hún segir að nú séu að koma fram rannsóknir sem segja að keto sé alls ekki sú frábæra lausn sem haldið hefur verið fram.

„Ég er núna að skoða fullt af rannsóknum sem sýna að ketó til lengri tíma er ekki hollt fyrir marga. Ég tek þó fram að það hentar sumum og veit vel að okkur líður betur á hreinu fæði og með því að minnka sykur og kolvetni. Það má þó ekki fara út í öfgar með mataræðið eins og til dæmis að borða 70-80% fitu.“

Elísabet ræddi málið nánar við hlustendur sem hringdu í morgunþáttinn. Viðtalið við hana í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is