Íslandsmót í hrotum

Nýttu hroturnar til góðs!
Nýttu hroturnar til góðs!

Hrýtur makinn þinn? Nú er kominn tími til að nýta sér það og freista þess að vinna nýtt rúm og tilheyrandi að verðmæti yfir 600.000 krónur.

Í tilefni af stillanlegum heilsudögum Ergomotion í Vogue ætlar K100 að gefa eitt stykki Ergomotion 330 stillanlegt heilsurúm með öllu. Það sem þarf að gera er að senda upptöku af hrotu maka; vinar eða ættingja á hrota@k100.is.

Besti hrjótarinn vinnur Ergomotion stillanlegt heilsurúm með öllu; sængum, koddum, sængurverum, lökum og hlífðarlökum.

Morgunþátturinn Ísland vaknar á K100 ætlar að liggja uppi í rúmi í beinni útsendingu frá Vogue búðinni fimmtudaginn 3. október þar sem vinningshafinn verður kynntur. Þáttastjórnendurnir Jón Axel, Kristín og Ásgeir verða öll í Joe Boxer-náttfötum og munu klæða alla gesti sem koma upp í rúm með þeim þennan morgun í náttföt. Morgunþátturinn verður því með ansi óvenjulegu sniði þann dag. 

mbl.is