Hrekkjavaka á Spáni

Gylltar strendur og sól bíða ferðalanga í hrekkjavökuferð K100 og …
Gylltar strendur og sól bíða ferðalanga í hrekkjavökuferð K100 og Heimsferða.

K100 lætur sér ekki nægja að fagna hryllingnum á hrekkjavökunni hér heima á Íslandi heldur ætlar stöðin í samstarfi við Heimsferðir að standa fyrir hrekkjavökuferð til heimsborgarinnar Palma á Mallorca á Spáni.

Um er að ræða 4 nátta ferð og farið verður 31. október. Verðinu er stillt í hóf en ferðin, með flugi og hóteli ásamt morgunverði, kostar 69.995 krónur. Heiðar Austmann verður með í för og stendur fyrir svokölluðu „chill-out“ partíi í garði fjögurra stjörnu hótelsins Hotel Joan Miro Museum, sem gist verður á, föstudaginn 1. nóvember.

Heillandi umhverfi

Palma de Mallorca er nýr borgaráfangastaður hjá Heimsferðum sem spennandi er heim að sækja og sérlega vel til þess fallin að dvelja yfir langa helgi. Eyjan Mallorca státar af heillandi umhverfi; fjölbreyttri náttúrufegurð og fallegum bæjum, hver með sínum sérstaka karakter og yfirbragði. Þar er frábært að lifa og njóta. 

Höfuðborgin Palma liggur á suðvesturhluta eyjarinnar og teygir sig meðfram strandlengjunni. Þar býr nánast helmingur eyjarbúa og er borgin því hjarta eyjarinnar. Í Palma má finna margar fallegar byggingar og söguminjar í bland við nútímann. Dómkirkjan eða La Seu, er eitt af aðalkennileitum borgarinnar enda gríðarlega falleg bygging sem hönnuð er í gotneskum stíl á 13. og 14. öld.

mbl.is