menu button

Gagnslaus uppfinning frá Japan

Hver vill ekki eiga tól sem er bæði kartöfluflögumatari og ...
Hver vill ekki eiga tól sem er bæði kartöfluflögumatari og snjallsímapenni? Mynd: Japan Trend Shop

Internetið fór á hliðina árið 2010 þegar leikföngin Potechi no Te og Popcorn no Te komu á markað frá fyrirtækinu Takara Tomy. Um var að ræða tól, eða leikfang, sem var kjörið fyrir orkulausa sófaletingja sem nenna ekki einu sinni að nota puttana til að mata sig á snakki.

Nú hefur þetta algjörlega óþarfa tól verið uppfært í gjörsamlega tilgangslausa útgáfu sem enginn hefur beðið eftir, Potechinote Potato Chip Grabber Smartphone Stylus, sem hægt er að panta á netinu.

Alveg eins og með fyrra leikfangið, eða tólið, þá er hægt að nota það til að halda á einu og einu snakki. Nýsköpunin núna er að það er hægt að fjarlægja handfangið og nota tólið til að skrifa á snjallsíma eða spjaldtölvu. Með öðrum orðum, aldrei aftur kámugir puttar á skjám snjalltækja. Eða þannig.

Mynd: Japan Trend Shop.

Þetta er auðvitað tilgangslaust drasl eða chindogu eins og Japanir nefna það. Fyrirtæki eins og Thanko byggja afkomu sína á að bjóða svona varning til sölu, sem oft er sprenghlægilegur en vita gagnslaus.

Kartöfluflögumatarann má fá í ýmsum litum.
Kartöfluflögumatarann má fá í ýmsum litum. Mynd: Japan Trend Shop

Kartöfluflögumatarann, sem líka er skjápenni, er hægt að panta hér, ef þú hefur ekkert við peninginn að gera.

mbl.is
Pétur Jóhann Sigfússon verður gestur Loga og Sigga í Síðdegisþættinum á morgun.
Fréttir

20 ógeðslega mikilvægar spurningar í hverri viku hjá Loga og Sigga

Þeir félagar Siggi Gunnars og Logi Bergmann fóru af stað með nýjan síðdegisþátt á K100 í síðustu. Yfirskrift þáttarins er að fólk taki skemmtilegri leiðina heim. Nánar »

Emmsjé Gauti er heitur sem malbik í brakandi sól þessa dagana.
Fréttir

Emmsjé Gauti stekkur hátt

Emmsjé Gauti er hástökkvari vikunnar á Tónlistanum Topp 40 en nýja lagið hans „Malbik“ kemur beint inn í 12. sætið þessa vikuna. Nánar »

Fréttir

Villi Naglbítur er fanta blokkflautuleikari

Villi Naglbítur var fyrsti gestur Loga Bergmann og Sigga Gunnars í 20 ógeðslega mikilvægum spurningum og þar kom ýmislegt fram! Nánar »

Sigga Kling sér um stjörnuspána á mbl.is.
Fréttir

Logi Bergmann og Sigga Kling tókust á

Sigga Kling, spákona Íslands, lagði línurnar fyrir komandi samstarf í nýjum síðdegisþætti á K100. Nánar »

Fréttir

Sjón skrifar handrit að nýrri mynd með Nicole Kidman

Kvikmyndin um Norðmanninn er sögð eiga að gerast á Íslandi á víkingaöld. Nánar »

Jökull Breki og Fannar Ingi skipa Hipsumhaps
Fréttir

Svaraði í símann á Papinos: „Allir héldu að ég væri stelpa“

Þeir Jökull Breki og Fannar Ingi skipa hið vinsæla tvíeyki Hipsumhaps sem vakið hefur athygli. Nánar »

María B. Johnson og Jón Axel á Ítalíu.
Fréttir

Jón Axel fluttist til Ítalíu í haust

Jón Axel Ólafsson er flestum kunnur fyrir störf sín á sviði fjölmiðla. Hann hefur sl. ár stýrt morgunþætti K100, Ísland vaknar, ásamt þeim Ásgeiri Páli og Kristínu Sif. Nánar »

Sturla Sighvatsson í hlutverki Benjamíns dúfu.
Fréttir

Benjamín dúfa keypti blokk á Ásbrú

Fjárfestir og fasteignamógúll með forsögu úr kvikmyndum keypti blokk á Ásbrú. Nánar »

Bryan Adams hefur selt yfir 65 milljón platna á heimsvísu og er einn af vinsælustu tónlistarmönnum í heimi.
Kynning

Tónleikar til heiðurs Bryan Adams

Þann 5. nóvember næstkomandi mun kanadíski tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Bryan Adams verða 60 ára. Að því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs 1. nóvember í Gamla Bíó. Nánar »

John Lithgow í hlutverki sínu í kvikmyndinni Bombshell.
Fréttir

John Lithgow ógnvekjandi

Ný stikla úr kvikmyndinni „Bombshell“ hefur litið dagsins ljós. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum innan bandarísku Fox fréttastöðvarinnar þar sem fréttakonur máttu þola kynferðislega áreitni frá yfirmanni þeirra, Roger Ailes, um langt árabil. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist