Paul Rudd glímir við annað eintak af sjálfum sér

Leikarinn Paul Rudd fer á kostum í nýjum þáttum á …
Leikarinn Paul Rudd fer á kostum í nýjum þáttum á Netflix sem heita Living With Yourself. AFP

Einhvers staðar djúpt inni í þér liggur þitt annað sjálf sem er betri útgáfa af þér. Útgáfa sem þú og allir aðrir munu elska.

Miles, sem leikinn er af Paul Rudd í þáttunum Living With Yourself, er brunninn út í vinnu og einkalífi og ákveður að þiggja einkennilega meðhöndlun hjá lítilli snyrtistofu.

Hann vaknar haminingjusamur, glaður og frjáls en er samt ekki alveg lengur með „sjálfum“ sér. Nú eru til tvær útgáfur af honum. Hin eldri var grafin lifandi en nýrri og betri útgáfan fór beint heim og vaknaði þar. Eldri útgáfan komst af við illan leik og nú þurfa báðar útgáfur af Miles að átta sig á aðstæðum og aðlagast þeim.

Living With Yourself eru væntanlegir á Netflix 18. október og lofa góðu ef marka má stikluna sem sjá má hér að neðan.

mbl.is