K100 í beinni á heilsudögum Fjarðarkaupa

Það kennir ýmissa grasa í heilsubúð Fjarðarkaupa, Fræinu. Þar verður …
Það kennir ýmissa grasa í heilsubúð Fjarðarkaupa, Fræinu. Þar verður K100 í beinni á laugardaginn.

K100 verður með í heilsudögum Fjarðarkaupa sem standa núna yfir. Bein útsending verður frá versluninni á laugardag þar sem mikið verður um að vera. Glæsilegir vinningar verða í lukkuhjóli K100 sem snúið verður á staðnum.

Heilsuvörudeild Fjarðarkaupa heitir Fræið. Þar má finna mikið úrval af heilsuvörum á hagstæðu verði. Í tilefni heilsudaga eru frábær tilboð í Fjarðarkaupum. Meðal annars er 25% afsláttur af öllum heilsuvörum frá NOW, BIONA, SOLARY, Himneskri hollustu og Gula miðanum. Heilsuvörur frá Beutelsbacher og Sonett eru á 20% afslætti.

Veglegar gjafakörfur

Milli klukkan 14 og 16 á laugardag verður K100 í beinni útsendingu frá versluninni. Allir sem versla í Fjarðarkaupum á laugardag fá að snúa lukkuhjóli K100 og geta unnið veglegar gjafakörfur eða gjafabréf.
mbl.is