menu button

Sorgarmiðstöð opnuð í Hafnarfirði

Hulda Guðmundsdóttir og Ína Lóa Sigurðardóttir ræddu tilurð Sorgarmiðstöðvar í ...
Hulda Guðmundsdóttir og Ína Lóa Sigurðardóttir ræddu tilurð Sorgarmiðstöðvar í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. K100

Sorgin getur verið óbærileg og margir vita ekki hvað er til ráða þegar djúp sorg bankar upp á við andlát ástvinar.

Sorgarmiðstöð er regnhlífarsamtök grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu en það eru félögin Ný dögun, Birta, Gleymmérei og Ljónshjarta sem hafa tekið höndum saman og starfrækja hana í Hafnarfirði. Þar er hægt að ræða á jafningjagrunni við fólk sem þekkir sorgina og kann að leiðbeina í réttan farveg.

Flestir hafa upplifað sorg á einhverju stigi enda er sorgin hluti af lífinu. Sorgin getur komið fyrirvararlaust og hjá sumum er hún alltaf til staðar. Þær Ína Lóa Sigurðardóttir og Hulda Guðmundsdóttir ræddu tilurð Sorgarmiðstöðvar í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.

„Dæmi eru um fólk sem er fast í sorg sinni,“ segir Ína Lóa. „Það getur hafa upplifað sáran missi fyrir mörgum árum en er kannski ennþá ofboðslega reitt út af einhverju sem gerðist í ferlinu. Læknirinn gæti hafa gert eitthvað rangt eða hjúkrunarfræðingurinn sagði kannski eitthvað óviðeigandi fyrir mörgum árum sem ennþá situr í.“  

Í Sorgarmiðstöð er hægt að fara í viðtöl þar sem greint verður á hvaða stigi sorgin er og þiggja aðstoð eftir þörfum. Ekki er um sálfræðinga eða faglega aðstoð að ræða heldur fer starfið fram á jafningjagrunni. Þekking er fyrir hendi til að vísa fólki í rétta átt ef þess er þörf.

Vera til staðar og hlusta

Þær Ína Lóa og Hulda segja að það gefi góða raun að tala við fólk sem hefur ef til vill upplifað sömu tilfinningar og verið í sömu sporum. „Bestu viðbrögð við sorg eru að vera til staðar, hlusta og leyfa fólki að syrgja en ekki endilega reyna að laga allt og breiða yfir allt,“ segir Ína.

„Sorgin, ef hún verður of mikil og íþyngjandi, getur mögulega leitt til fleiri sjúkdóma og annarra fylgikvilla en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Því er mikilvægt að hlúa að sér, leita sér upplýsinga um það sem í boði er og þiggja það.“

Opnun Sorgarmiðstöðvar fer fram í Lífsgæðasetrinu - fyrrum Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. september klukkan 20:00 og eru allir velkomnir.

Áhugavert viðtal við þær Ínu Lóu og Huldu er hér fyrir neðan.

mbl.is
Hulda Dögg Proppé er búin með 73 daga af 100 daga áskorun.
Ísland vaknar

Hulda Proppé: „100 hreyfidagar bæta heilsuna“

Í sumar setti Hulda Dögg Proppé sér markmið um að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi í 100 daga. Nánar »

Lana Del Rey.
Fréttir

Lana Del Rey gerir það gott

Gagnrýnendur hafa ausið lofi á nýjustu plötu bandarísku söngkonunnar Lönu Del Rey og segja hana fulla af grípandi lagasmíðum með samfélagslegri ádeilu. Nánar »

Ísland vaknar

Jón Axel hnykktur í beinni

„Ég fæ alltaf reglulega bakverk og fór einu sinni til kírópraktors til að komast að því hvort hægt væri að hnykkja þessu í lag,“ segir Jón Axel Ólafsson, einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Nánar »

Skjáskot úr Breaking Bad þáttunum. Myndin El Camino, sem sýnd verður á Netflix, er lýst sem framhaldi þáttanna vinsælu.
Fréttir

Ný stikla úr Breaking Bad-bíómyndinni

Netflix hefur birt stiklu úr kvikmyndinni El Camino. Um er að ræða framhald Breaking Bad-þáttanna. Nánar »

Pet Shop Boys ætla að túra á næsta ári og hafa sent frá sér nýtt lag.
Fréttir

Pet Shop Boys snúa aftur

Strákarnir í Pet Shop Boys, sem eru reyndar komnir yfir miðjan aldur, eru hvergi af baki dottnir. Nánar »

Gamlar plötur geta verið verðmætar. Myndin var tekin úr plötubúð Lucky Records í Reykjavík fyrir nokkrum árum.
Fréttir

50 verðmætustu vínilplöturnar

Í geymslunni getur leynst fjársjóður því gamlar vínilplötur ganga kaupum og sölum. Nú hefur verið birt viðmiðunarverð fyrir helstu dýrgripi tónlistarsögunnar. Nánar »

Helgi Ómarsson stofnaði Facebook hópinn „Jákvæðasta grúppan á Íslandi“ en þar er hægt að koma á framfæri jákvæðum skilaboðum og hrósi fyrir það sem vel er gert.
Ísland vaknar

Fékk nóg af tuði og stofnaði jákvæðasta hópinn á Facebook

„Næs kassadama í Bónus getur breytt deginum,“ segir Helgi Ómarsson sem er kominn með nóg af tuði. Nánar »

Á tónleikasýningunni er öllu er tjaldað til og enginn fer óskelkaður út. Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í búningum og vegleg verðlaun eru í boði fyrir besta búninginn.
Kynning

Aukasýning á Halloween Horror Show

Anddyri Háskólabíós verður breytt í lítið hryllingshús þar sem verur og uppvakningar bregða gestum á meðan sýningin Halloween Horror Show fer þar fram. Nánar »

Tómas Oddur Eiríksson og Ingibjörg Stefáns leiða núvitundarjóga á föstudag.
Ísland vaknar

Núvitundarpartí í Hörpu á föstudag

Tómas Oddur og Ingibjörg Stefánsdóttir leiða núvitundarpartí í Hörpu á föstudag. Partíið er haldið til styrktar Krafti, sem heldur upp á 20 ára afmæli sitt um þessar mundir. Nánar »

Jimi Hendrix. Gítarleikari af guðs náð.
Fréttir

Sögumoli: Jimi Hendrix á toppinn

Í dag, 16. september, árið 1967 komst fyrsta plata Jimi Hendrix, Are You Experienced?, á Billboard Hot 200. Nánar »