menu button

Sorgarmiðstöð opnuð í Hafnarfirði

Hulda Guðmundsdóttir og Ína Lóa Sigurðardóttir ræddu tilurð Sorgarmiðstöðvar í ...
Hulda Guðmundsdóttir og Ína Lóa Sigurðardóttir ræddu tilurð Sorgarmiðstöðvar í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. K100

Sorgin getur verið óbærileg og margir vita ekki hvað er til ráða þegar djúp sorg bankar upp á við andlát ástvinar.

Sorgarmiðstöð er regnhlífarsamtök grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu en það eru félögin Ný dögun, Birta, Gleymmérei og Ljónshjarta sem hafa tekið höndum saman og starfrækja hana í Hafnarfirði. Þar er hægt að ræða á jafningjagrunni við fólk sem þekkir sorgina og kann að leiðbeina í réttan farveg.

Flestir hafa upplifað sorg á einhverju stigi enda er sorgin hluti af lífinu. Sorgin getur komið fyrirvararlaust og hjá sumum er hún alltaf til staðar. Þær Ína Lóa Sigurðardóttir og Hulda Guðmundsdóttir ræddu tilurð Sorgarmiðstöðvar í morgunþættinum Ísland vaknar á K100.

„Dæmi eru um fólk sem er fast í sorg sinni,“ segir Ína Lóa. „Það getur hafa upplifað sáran missi fyrir mörgum árum en er kannski ennþá ofboðslega reitt út af einhverju sem gerðist í ferlinu. Læknirinn gæti hafa gert eitthvað rangt eða hjúkrunarfræðingurinn sagði kannski eitthvað óviðeigandi fyrir mörgum árum sem ennþá situr í.“  

Í Sorgarmiðstöð er hægt að fara í viðtöl þar sem greint verður á hvaða stigi sorgin er og þiggja aðstoð eftir þörfum. Ekki er um sálfræðinga eða faglega aðstoð að ræða heldur fer starfið fram á jafningjagrunni. Þekking er fyrir hendi til að vísa fólki í rétta átt ef þess er þörf.

Vera til staðar og hlusta

Þær Ína Lóa og Hulda segja að það gefi góða raun að tala við fólk sem hefur ef til vill upplifað sömu tilfinningar og verið í sömu sporum. „Bestu viðbrögð við sorg eru að vera til staðar, hlusta og leyfa fólki að syrgja en ekki endilega reyna að laga allt og breiða yfir allt,“ segir Ína.

„Sorgin, ef hún verður of mikil og íþyngjandi, getur mögulega leitt til fleiri sjúkdóma og annarra fylgikvilla en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Því er mikilvægt að hlúa að sér, leita sér upplýsinga um það sem í boði er og þiggja það.“

Opnun Sorgarmiðstöðvar fer fram í Lífsgæðasetrinu - fyrrum Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. september klukkan 20:00 og eru allir velkomnir.

Áhugavert viðtal við þær Ínu Lóu og Huldu er hér fyrir neðan.

mbl.is
Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum út um allan heim.
Fréttir

Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum úti um allan heim

„Í hvaða dúr er lagið Robbie?“ spyr Ringo Starr áður en hann telur í lagið The Weight. Nánar »

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og Kolbrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lífs ræddu um kynheilbrigði kvenna í Ísland vaknar.
Ísland vaknar

„Þurrkur í leggöngum er rosalegt feimnismál“

Sveppasýkingar, leggangaþurrkur og áverkar eftir fæðingar geta skert lífsgæðin verulega. Nánar »

Hver vill ekki eiga tól sem er bæði kartöfluflögumatari og snjallsímapenni?
Fréttir

Gagnslaus uppfinning frá Japan

Orkulausir sófaletingjar, sem nenna ekki einu sinni að nota puttana til að mata sig á snakki, geta glaðst því nú er búið að finna upp tól sem auðveldar þeim lífið. Nánar »

Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur.
Ísland vaknar

Næringafræðingur: „Keto-þráhyggja er ekki holl“

„Þetta mataræði hentar mjög þröngum hópi,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Nánar »

Nýttu hroturnar til góðs!
Kynning

Íslandsmót í hrotum

Nú gefst tækifæri á að nýta hið leiða vandamál sem hrotur eru til góðs. Nánar »

Hugleikur Dagsson segir það sjaldan koma fyrir að hann fái kvartanir þegar hann fer yfir strikið með gríni sínu.
Ísland vaknar

Hugleikur: „Draumur hvers listamanns að vera umdeildur“

Síðasta uppistand Hugleiks verður í kvöld. Boðið verður upp á dansatriði og erótískan upplestur. Nánar »

Þúsaldakynslóðinni svonefndu er stundum kennt um að hafa slátrað iðngreinum. Það kemur á óvart að það er einmitt hjá henni þar sem hið prentaða orð nýtur mestra vinsælda.
Fréttir

„Hefðbundnar“ bækur seljast ennþá meira en rafbækur

63% af bókum sem seldar eru í Bretlandi eru til fólks sem er yngra en 44 ára. Nánar »

Jóna Þórey Pétursdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Ísland vaknar

„Unga kynslóðin er að kalla á þær eldri“

Boðað hefur verið til séstaklega stórs viðburðar á morgun, föstudag, í loftslagsverkfalli nemenda. Nánar »

Gylltar strendur og sól bíða ferðalanga í hrekkjavökuferð K100 og Heimsferða.
Kynning

Hrekkjavaka á Spáni

K100 lætur sér ekki nægja að fagna hryllingnum á hrekkjavökunni hér heima á Íslandi heldur ætlar stöðin í samstarfi við Heimsferðir að standa fyrir hrekkjavökuferð til Spánar, nánar til tekið til heimsborgarinnar Palma á Mallorca. Nánar »

Leikarinn Paul Rudd fer á kostum í nýjum þáttum á Netflix sem heita Living With Yourself.
Fréttir

Paul Rudd glímir við annað eintak af sjálfum sér

Einhvers staðar djúpt inni í sögupersónu Pauls Rudds liggur betri útgáfa af honum sem lifnar við. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist