Klassík: Eagles hitar upp

Hljómsveitin Eagles kom fram í Laugardalshöll árið 2011.
Hljómsveitin Eagles kom fram í Laugardalshöll árið 2011. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Bandaríska þjóðlagarokkssveitin Eagles nýtur enn mikilla vinsælda enda eru mörg lög sveitarinnar sögð klassísk eða tímalaus.

Eitt af því sem gerir sveitina svo sérstaka eru raddanir meðlima hennar. Eagles gefa hljómsveitum eins og Queen og Mamas and the Papas ekkert eftir hvað það varðar. Besta dæmið um það er upptaka frá upphitun á laginu Seven Bridges Road nokkrum mínútum fyrir tónleika þeirra í Capital Centre árið 1977. Upptökuna má sjá hér að neðan.

Á þeim tíma var sveitin skipuð þeim Don Henley, Glenn Frey, Joe Walsh, Don Felder og Randy Meisner.  

The Eagles fóru nýverið aftur í tónleikaferð eftir fráfall Glenns Freys. Sonur hans, Deacon, syngur í hans stað og er sagður gera það mjög vel.

mbl.is