John Mayer alveg laus við tilgerð

John Mayer.
John Mayer. Getty Images

Bandaríski lagasmiðurinn og söngvarinn John Mayer er þekktur fyrir sín þrumulög og gefur ekkert eftir í tilgerðarleysi myndbanda við lög sín.

Síðasta myndband við lag Mayers sem sló í gegn, New Light, var sérstakt og skemmtilegt en nú hefur söngvarinn sent frá sér nýtt myndband við lagið Carry Me Away.

Það er deginum ljósara að John Mayer er frekar afslöppuð týpa en í myndbandinu er hægt að fylgjast með tilurð lagsins þar sem söngvaskáldið slappar af í sófanum og leikur sér við hundinn sinn.

John Mayer kemur fram á tvennum tónleikum í Danmörku í næsta mánuði. Þeir fyrri verða í Kaupmannahöfn 6. október en hinir í Herning hinn 7. október.


mbl.is