menu button

Tobba breyttist í „giftingaskrímsli“

Tobba Marínósdóttir undirbýr nú brúðkaup sitt og Karls Sigurðssonar á ...
Tobba Marínósdóttir undirbýr nú brúðkaup sitt og Karls Sigurðssonar á Ítalíu. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir

Fjölmiðlakonan Tobba Marinós er að bugast á Ítalíu. Stóra stundin er að nálgast fyrir hana og baggalútinn Kalla Sigurðs en þau ætla að gifta sig um helgina í litlu þorpi á Ítalíu.

Hún segir, í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100, að hún hafi breyst í algjört „giftingaskrímsli“ við undirbúning brúðkaupsins.

„Ég veit ekki hvað gerðist,“ sagði Tobba. „Ég var heilsteypt manneskja fyrir nokkrum vikum en svo klikkaðist ég. Umturnaðist í „Bridezillu“ en það gerist þegar vel upp aldar og góðar stúlkur ákveða að gifta sig. Allt í einu byrjaði ég á djúskúr til að missa fimm kíló á fimm mínútum og pissaði í sífellu. Svo pantaði ég blóm en sló það vitlaust inn með autocorrect og það reyndust vera „pink butt flowers“ sem ég veit nú ekki hvort þeir eiga til.“

Tobba segist ekki hafa hangið á Pinterest í þrjú ár til að undirbúa brúðkaupið. Hún ætli ekki að vera í disneykjól og koma akandi á litlum hestvagni.

„Ástæðan fyrir því að við ákváðum að gifta okkur á Ítalíu er að þá er ekki hægt að stjórna öllum smáatriðum,“ segir Tobba, sem var farin að róast örlítið er leið á viðtalið enda á leið út á vínekru þar sem fram fer vínsmökkun fyrir brúðkaupið.

Hlustaðu á Tobbu í brúðkaupsundirbúningi á Ítalíu hér fyrir neðan.

mbl.is
Fréttir

Fortnite breyttist í svarthol

Tíundu seríu margmiðlunartölvuleiksins Fortnite lauk með því um helgina að smástirni sprengdi allt kortið í klessu og svarthol blasti við spilurum. Nánar »

Hluti liðsmanna Black Eyed Peas í góðu stuði á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í Laugardal í sumar.
Fréttir

Nýtt frá Black Eyed Peas

Íslandsvinirnir í Black Eyed Peas hafa sameinað krafta sína með rapparanum J Baldvin í laginu: „RITMO (Bad Boys for Life)“. Nánar »

Frá frumsýningu El Camino um síðustu helgi. Leikstjórinn Vince Gilligan með leikurunum Aaron Paul og Bryan Cranston.
Fréttir

Nýtt á skjánum um helgina

El Camino verður frumsýnd um helgina. Bíó-Bússi gefur góð ráð fyrir helgaráhorfið. Nánar »

Ukulellurnar hafa á þessu eina ári sem liðið er frá stofnun verið nokkuð iðnar við að koma fram og vekja jafnan mikla kátínu.
Ísland vaknar

Ukulellur taka lagið

Ukulellurnar voru stofnaðar af hópi samkynhneigðra kvenna, en um er að ræða 12 lesbíur sem hittast reglulega á æfingum þar sem þær syngja og spila á hljóðfærið Ukulele. Nánar »

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kolbrún Pálína Helgadóttir, umsjónarmenn þáttanna um ást sem sýndir eru í sjónvarpi Símans.
Ísland vaknar

Rót skilnaða oft rakin til snjallsímanotkunar

Samfélagsmiðlar og símar gera ástina flóknari en hún var áður. Nánar »

Skjáskot úr kynningastiklu kvikmyndarinnar Agnes Joy. Króli og Donna Cruz í hlutverkum sínum.
Fréttir

„Króli er kletturinn í dramanu“

Ný íslensk kvikmynd, Agnes Joy, verður frumsýnd á fimmtudag. Myndin er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. Nánar »

Harry Styles er afar vinsæll.
Fréttir

Harry Styles funheitur sem aldrei fyrr

Myndbandið við nýtt lag Styles þykir afar kynæsandi Nánar »

Freddie Mercury, Rollsinn og dragdrottningin Verka Serduchka.
Fréttir

Keypti eðalvagn Freddie Mercury

Bifreiðinni fylgdi pakki af Kleenex bréfþurrkum sem voru í henni við andlát Freddie Mercury. Nánar »

Michael Moore hvetur alla til að sjá myndina um Jókerinn sem hann segir bera mikilvægan boðskap.
Fréttir

Michael Moore mælir með Jókernum

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore segir að kvikmyndin um Jókerinn sé meistaraverk. Allir þurfa að sjá þessa mynd þótt umræðan í Bandaríkjunum hafi snúist um að óttast eigi myndina. Nánar »

Ed Sheeran og Harry prins.
Fréttir

Ed Sheeran og Harry prins saman í átaksverkefni

Tilgangurinn er að minna á mikilvægi alþjóðageðheilbrigðisdagsins sem er haldinn í dag. Nánar »