Tobba breyttist í „giftingaskrímsli“

Tobba Marínósdóttir undirbýr nú brúðkaup sitt og Karls Sigurðssonar á …
Tobba Marínósdóttir undirbýr nú brúðkaup sitt og Karls Sigurðssonar á Ítalíu. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir

Fjölmiðlakonan Tobba Marinós er að bugast á Ítalíu. Stóra stundin er að nálgast fyrir hana og baggalútinn Kalla Sigurðs en þau ætla að gifta sig um helgina í litlu þorpi á Ítalíu.

Hún segir, í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100, að hún hafi breyst í algjört „giftingaskrímsli“ við undirbúning brúðkaupsins.

„Ég veit ekki hvað gerðist,“ sagði Tobba. „Ég var heilsteypt manneskja fyrir nokkrum vikum en svo klikkaðist ég. Umturnaðist í „Bridezillu“ en það gerist þegar vel upp aldar og góðar stúlkur ákveða að gifta sig. Allt í einu byrjaði ég á djúskúr til að missa fimm kíló á fimm mínútum og pissaði í sífellu. Svo pantaði ég blóm en sló það vitlaust inn með autocorrect og það reyndust vera „pink butt flowers“ sem ég veit nú ekki hvort þeir eiga til.“

Tobba segist ekki hafa hangið á Pinterest í þrjú ár til að undirbúa brúðkaupið. Hún ætli ekki að vera í disneykjól og koma akandi á litlum hestvagni.

„Ástæðan fyrir því að við ákváðum að gifta okkur á Ítalíu er að þá er ekki hægt að stjórna öllum smáatriðum,“ segir Tobba, sem var farin að róast örlítið er leið á viðtalið enda á leið út á vínekru þar sem fram fer vínsmökkun fyrir brúðkaupið.

Hlustaðu á Tobbu í brúðkaupsundirbúningi á Ítalíu hér fyrir neðan.

mbl.is