Svört sól og sögur í Bæjarbíó

Bergsveinn Areliusson, söngvari Sóldaggar. Hljómsveitin heldur endurkomutónleika á fimmtudagskvöld.
Bergsveinn Areliusson, söngvari Sóldaggar. Hljómsveitin heldur endurkomutónleika á fimmtudagskvöld. Árni Sæberg

Nú kætast ömmur landsins því hljómsveitin Sóldögg er aftur komin á svið. Hún hyggur á endurkomutónleika í Bæjarbíó í Hafnarfirði á fimmtudagskvöld.

Bergsveinn Arilíusson, Beggi í Sóldögg, segir glettnislega, í viðtali við morgunþáttinn Ísland vaknar á K100, að hljómsveitin hafi hætt fyrir 20 árum „… vegna fjölda áskorana“. Hún hafi þó komið fram á Bræðslunni í fyrra og á Græna hattinum og þar fóru hjólin aftur að snúast.

„Það kviknuðu margar tilfinningar hjá hljómsveitinni við að hittast aftur og spila og við hreinlega urðum að gera þetta aftur í bænum,“ segir Beggi. „Fyrir valinu varð Bæjarbíó, sem er frábær tónleikastaður.“

Margir eiga góðar minningar sem tengjast lögum sveitarinnar eins og Friður og Svört sól en hljómsveitin naut mikilla vinsælda seint á síðustu öld. Á tónleikunum í Bæjarbíó verða öll gömlu lögin leikin, spjallað við áhorfendur og ýmis leyndarmál úr sögu hljómsveitarinnar sögð á milli laga.

Beggi segir að villt rokkaralíferni hafi verið miklu meiri á árum áður. „Ég er mjög hrifinn af poppstjörnum okkar í dag. Þau eru svo reglusöm, heilbrigð og mikið íþróttafólk. Allt það sem við vorum ekki.“

Skemmtilegt viðtal við Begga í Sóldögg er hér að neðan.mbl.is