Sigraði í skrifborðsstólaralli

Alfreð Ingvar Gústavsson, sigurvegari, situr hér í heiðurssæti en með …
Alfreð Ingvar Gústavsson, sigurvegari, situr hér í heiðurssæti en með honum á myndinni er Halldór Ingi Stefánsson, sölustjóri Hirzlunnar. Mynd: K100.

Alfreð Ingvar Gústavsson kom, sá og sigraði í skrifborðsstólaralli K100 og Hirzlunnar sem fram fór um síðustu helgi. Fast á skrifborðsstólshjól hans kom Freydís Edda Benediktsdóttir en keppnin var jöfn og æsispennandi.

Freydís Edda Benediktsdóttir var öflug í skrifborðsstólarallíinu og lenti í …
Freydís Edda Benediktsdóttir var öflug í skrifborðsstólarallíinu og lenti í öðru sæti. K100

Skrifborðsstólarall K100 og Hirzlunnar fór fram um helgina í prentsmiðju Árvakurs, sem prentar meðal annars Morgunblaðið. Plássins vegna var ekki hægt að hleypa öllum sem skráðu sig til leiks að en fjórir keppendur, sem dregnir voru út, öttu kappi.

Gömlum skrifborðsstólum var stillt upp við ráslínu brautarinnar sem var nákvæmlega 100,5 metrar en það það er einmitt tíðni útvarpsstöðvarinnar K100. Brautin lá um prentsmiðjugólf Árvakurs og þeyttust keppendur um gólfin á meðan prentun var í gangi.

Fyrsta sætið gaf glæsilegan Wagner-skrifborðsstól með sérstakri Dondola 360-veltitækni sem styrkir bak og réttir kyrrsetu. Aukaverðlaun voru gelmotta fyrir standandi þægindi; tölvuskjásfesting sem stillir skjá eftir hentisemi og heilsukollur sem þjálfar bakið. Allt þetta fæst í Hirzlunni skrifstofuhúsgögnum, Síðumúla 37.

K100 og Hirzlan þakka keppendum og þeim sem skráðu sig til leiks fyrir skemmtilega keppni.

mbl.is