Hrífandi endurkoma Sinead O'Connor

Söngkonan Sinead O'Connor.
Söngkonan Sinead O'Connor. mbl.is/AFP

Írska söngkonan Sinead O'Connor heillaði sjónvarpsáhorfendur The Late Late Show í írska ríkissjónvarpinu um helgina eftir fimm ára fjarveru frá sviðinu.

Söngkonan boðaði endurkomu í fyrra en þá veiktist hún á ný af andlegum kvillum sem hún tjáði sig opinskátt um.

Um helgina flutti hún lagið sem skaut henni upp á stjörnuhimininn, Nothing Compares 2 U. Hún hafði áður sagt að hún myndi aldei flytja það fyrir framan áhorfendur.

O'Connor var klædd í hefðbundin klæði múslima, hijab, og lýsti því í viðtali í þættinum að hún hefði snúist til múhameðstrúar og tekið upp nafnið Shuhada Sadaqat.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist