menu button

Húsnæðisverð í hæstu hæðum í Danmörku

Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson

Lágir vextir og heilbrigt efnahagslíf skýra ört hækkandi fasteignaverð, að því er danska sjónvarpsstöðin TV2 greinir frá. Í tveimur af hverjum þremur sveitarfélögum Danmerkur hefur verð hækkað umtalsvert frá því á sama tíma í fyrra. Ef litið er til Danmerkur í heild hefur meðalfermetraverð einbýlishúsa ekki verið hærra síðustu 10 ár.

Lisa Nytoft Bergmann, hagfræðingur hjá Nordea-bankanum, segir markaðinn á mikilli uppleið. Lágir vextir spili þar stórt hlutverk sem ýti undir verðhækkanir. Bankar eiga auðveldara með að lána peninga til fasteignakaupa og auðveldara er að standast greiðslumat.   

Búist við frekari hækkunum

Ef horft er einunigs til einbýlishúsa hefur verð þeirra að meðaltali hækkað um 2,5% í Danmörku milli áranna 2018 og 2019. Meðalverð á 142 fermetra húsi er nú um tvær milljónir danskra króna eða um 38 milljónir íslenskra. Það er rúmum 49.000 dönskum krónum hærra verð en bauðst í fyrra, sem jafngildir um 900.000 íslenskum krónum.

Meðalfermetraverð er reiknað á 14.409 danskar krónur, 268 þúsund íslenskar, sem er hæsta verð einbýlishúsa í Danmörku síðustu 10 ára.

Christian Hilligsøe Heinig, aðalhagfræðingur Realkredit Danmark, segir að útlit sé fyrir áframhaldandi hækkun þar sem ekki sé útlit fyrir að vextir húsnæðislána séu á uppleið í bráð.

„Við eigum von á að verð á íbúðarhúsum hækki um 3-4% í ár sem endurspeglar ekki bara lágt vaxtastig heldur einnig styrk hagkerfisins. Aukin atvinnuþátttaka og verðmætasköpun eru eins og vítamínsprauta í þennan markað,“ segir Heinig sem telur að um leið og hægjast fer á hjólum atvinnulífsins, sem hljóti einhvern tímann að gerast, muni verð lækka.

0,5% vextir

Bæði Realkredit Danmark og Nordea Kredit buðu í síðasta mánuði 30 ára fasteignalán með 0,5% vöxtum. Það eru lægstu vextir sem nokkurn tímann hafa verið í boði í Danmörku. Margir hafa því endurfjármagnað lán sín sem hafa verið á 2-2,5% vöxtum og keypt stærra húsnæði þótt tekjur hafi kannski ekki aukist að verulegu leyti.

Um leið og verð á húsum í Danmörku hefur rokið upp eru verðhækkanir á íbúðum ögn hóflegri. Þar nemur hækkunin 0,9% á milli áranna 2018 og 2019. Árósar og Kaupmannahöfn skera sig úr hvað það varðar, að sögn Lisu Nytoft Bergmann hjá Nordea-bankanum. Þar er verð á íbúðum að nálgast efstu mörk. Erfitt sé að réttlæta frekari verðhækkanir þar.

mbl.is
Fréttir

Fortnite breyttist í svarthol

Tíundu seríu margmiðlunartölvuleiksins Fortnite lauk með því um helgina að smástirni sprengdi allt kortið í klessu og svarthol blasti við spilurum. Nánar »

Hluti liðsmanna Black Eyed Peas í góðu stuði á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í Laugardal í sumar.
Fréttir

Nýtt frá Black Eyed Peas

Íslandsvinirnir í Black Eyed Peas hafa sameinað krafta sína með rapparanum J Baldvin í laginu: „RITMO (Bad Boys for Life)“. Nánar »

Frá frumsýningu El Camino um síðustu helgi. Leikstjórinn Vince Gilligan með leikurunum Aaron Paul og Bryan Cranston.
Fréttir

Nýtt á skjánum um helgina

El Camino verður frumsýnd um helgina. Bíó-Bússi gefur góð ráð fyrir helgaráhorfið. Nánar »

Ukulellurnar hafa á þessu eina ári sem liðið er frá stofnun verið nokkuð iðnar við að koma fram og vekja jafnan mikla kátínu.
Ísland vaknar

Ukulellur taka lagið

Ukulellurnar voru stofnaðar af hópi samkynhneigðra kvenna, en um er að ræða 12 lesbíur sem hittast reglulega á æfingum þar sem þær syngja og spila á hljóðfærið Ukulele. Nánar »

Krist­borg Bóel Stein­dórs­dótt­ir og Kolbrún Pálína Helgadóttir, umsjónarmenn þáttanna um ást sem sýndir eru í sjónvarpi Símans.
Ísland vaknar

Rót skilnaða oft rakin til snjallsímanotkunar

Samfélagsmiðlar og símar gera ástina flóknari en hún var áður. Nánar »

Skjáskot úr kynningastiklu kvikmyndarinnar Agnes Joy. Króli og Donna Cruz í hlutverkum sínum.
Fréttir

„Króli er kletturinn í dramanu“

Ný íslensk kvikmynd, Agnes Joy, verður frumsýnd á fimmtudag. Myndin er þroskasaga mæðgna frá Skaganum þar sem húmorinn er aldrei langt undan. Nánar »

Harry Styles er afar vinsæll.
Fréttir

Harry Styles funheitur sem aldrei fyrr

Myndbandið við nýtt lag Styles þykir afar kynæsandi Nánar »

Freddie Mercury, Rollsinn og dragdrottningin Verka Serduchka.
Fréttir

Keypti eðalvagn Freddie Mercury

Bifreiðinni fylgdi pakki af Kleenex bréfþurrkum sem voru í henni við andlát Freddie Mercury. Nánar »

Michael Moore hvetur alla til að sjá myndina um Jókerinn sem hann segir bera mikilvægan boðskap.
Fréttir

Michael Moore mælir með Jókernum

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore segir að kvikmyndin um Jókerinn sé meistaraverk. Allir þurfa að sjá þessa mynd þótt umræðan í Bandaríkjunum hafi snúist um að óttast eigi myndina. Nánar »

Ed Sheeran og Harry prins.
Fréttir

Ed Sheeran og Harry prins saman í átaksverkefni

Tilgangurinn er að minna á mikilvægi alþjóðageðheilbrigðisdagsins sem er haldinn í dag. Nánar »