menu button

Húsnæðisverð í hæstu hæðum í Danmörku

Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson

Lágir vextir og heilbrigt efnahagslíf skýra ört hækkandi fasteignaverð, að því er danska sjónvarpsstöðin TV2 greinir frá. Í tveimur af hverjum þremur sveitarfélögum Danmerkur hefur verð hækkað umtalsvert frá því á sama tíma í fyrra. Ef litið er til Danmerkur í heild hefur meðalfermetraverð einbýlishúsa ekki verið hærra síðustu 10 ár.

Lisa Nytoft Bergmann, hagfræðingur hjá Nordea-bankanum, segir markaðinn á mikilli uppleið. Lágir vextir spili þar stórt hlutverk sem ýti undir verðhækkanir. Bankar eiga auðveldara með að lána peninga til fasteignakaupa og auðveldara er að standast greiðslumat.   

Búist við frekari hækkunum

Ef horft er einunigs til einbýlishúsa hefur verð þeirra að meðaltali hækkað um 2,5% í Danmörku milli áranna 2018 og 2019. Meðalverð á 142 fermetra húsi er nú um tvær milljónir danskra króna eða um 38 milljónir íslenskra. Það er rúmum 49.000 dönskum krónum hærra verð en bauðst í fyrra, sem jafngildir um 900.000 íslenskum krónum.

Meðalfermetraverð er reiknað á 14.409 danskar krónur, 268 þúsund íslenskar, sem er hæsta verð einbýlishúsa í Danmörku síðustu 10 ára.

Christian Hilligsøe Heinig, aðalhagfræðingur Realkredit Danmark, segir að útlit sé fyrir áframhaldandi hækkun þar sem ekki sé útlit fyrir að vextir húsnæðislána séu á uppleið í bráð.

„Við eigum von á að verð á íbúðarhúsum hækki um 3-4% í ár sem endurspeglar ekki bara lágt vaxtastig heldur einnig styrk hagkerfisins. Aukin atvinnuþátttaka og verðmætasköpun eru eins og vítamínsprauta í þennan markað,“ segir Heinig sem telur að um leið og hægjast fer á hjólum atvinnulífsins, sem hljóti einhvern tímann að gerast, muni verð lækka.

0,5% vextir

Bæði Realkredit Danmark og Nordea Kredit buðu í síðasta mánuði 30 ára fasteignalán með 0,5% vöxtum. Það eru lægstu vextir sem nokkurn tímann hafa verið í boði í Danmörku. Margir hafa því endurfjármagnað lán sín sem hafa verið á 2-2,5% vöxtum og keypt stærra húsnæði þótt tekjur hafi kannski ekki aukist að verulegu leyti.

Um leið og verð á húsum í Danmörku hefur rokið upp eru verðhækkanir á íbúðum ögn hóflegri. Þar nemur hækkunin 0,9% á milli áranna 2018 og 2019. Árósar og Kaupmannahöfn skera sig úr hvað það varðar, að sögn Lisu Nytoft Bergmann hjá Nordea-bankanum. Þar er verð á íbúðum að nálgast efstu mörk. Erfitt sé að réttlæta frekari verðhækkanir þar.

mbl.is
Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum út um allan heim.
Fréttir

Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum úti um allan heim

„Í hvaða dúr er lagið Robbie?“ spyr Ringo Starr áður en hann telur í lagið The Weight. Nánar »

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og Kolbrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lífs ræddu um kynheilbrigði kvenna í Ísland vaknar.
Ísland vaknar

„Þurrkur í leggöngum er rosalegt feimnismál“

Sveppasýkingar, leggangaþurrkur og áverkar eftir fæðingar geta skert lífsgæðin verulega. Nánar »

Hver vill ekki eiga tól sem er bæði kartöfluflögumatari og snjallsímapenni?
Fréttir

Gagnslaus uppfinning frá Japan

Orkulausir sófaletingjar, sem nenna ekki einu sinni að nota puttana til að mata sig á snakki, geta glaðst því nú er búið að finna upp tól sem auðveldar þeim lífið. Nánar »

Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur.
Ísland vaknar

Næringafræðingur: „Keto-þráhyggja er ekki holl“

„Þetta mataræði hentar mjög þröngum hópi,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Nánar »

Nýttu hroturnar til góðs!
Kynning

Íslandsmót í hrotum

Nú gefst tækifæri á að nýta hið leiða vandamál sem hrotur eru til góðs. Nánar »

Hugleikur Dagsson segir það sjaldan koma fyrir að hann fái kvartanir þegar hann fer yfir strikið með gríni sínu.
Ísland vaknar

Hugleikur: „Draumur hvers listamanns að vera umdeildur“

Síðasta uppistand Hugleiks verður í kvöld. Boðið verður upp á dansatriði og erótískan upplestur. Nánar »

Þúsaldakynslóðinni svonefndu er stundum kennt um að hafa slátrað iðngreinum. Það kemur á óvart að það er einmitt hjá henni þar sem hið prentaða orð nýtur mestra vinsælda.
Fréttir

„Hefðbundnar“ bækur seljast ennþá meira en rafbækur

63% af bókum sem seldar eru í Bretlandi eru til fólks sem er yngra en 44 ára. Nánar »

Jóna Þórey Pétursdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Ísland vaknar

„Unga kynslóðin er að kalla á þær eldri“

Boðað hefur verið til séstaklega stórs viðburðar á morgun, föstudag, í loftslagsverkfalli nemenda. Nánar »

Gylltar strendur og sól bíða ferðalanga í hrekkjavökuferð K100 og Heimsferða.
Kynning

Hrekkjavaka á Spáni

K100 lætur sér ekki nægja að fagna hryllingnum á hrekkjavökunni hér heima á Íslandi heldur ætlar stöðin í samstarfi við Heimsferðir að standa fyrir hrekkjavökuferð til Spánar, nánar til tekið til heimsborgarinnar Palma á Mallorca. Nánar »

Leikarinn Paul Rudd fer á kostum í nýjum þáttum á Netflix sem heita Living With Yourself.
Fréttir

Paul Rudd glímir við annað eintak af sjálfum sér

Einhvers staðar djúpt inni í sögupersónu Pauls Rudds liggur betri útgáfa af honum sem lifnar við. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist