Ný útgáfa af laginu Drive

Tim McGraw kántrísöngvari.
Tim McGraw kántrísöngvari. Mynd: Wikimedia.org.

Kántrístjarnan Tim McGraw leitar til 80s-uppruna síns í nýrri ábreiðu af laginu Drive með hljómsveitinni Cars. Flestir muna eftir laginu frá Live-Aid tónleikunum, sem fram fóru árið 1985, en þá var lagið leikið yfir sláandi myndskeiði sem sýndi sveltandi börn í Eþíópíu.

McGraw segist eiga sterkar minningar frá menntaskólaárunum sem tengjast þessu lagi. Hann flutti það einnig oft á börum, fyrst þegar hann var að hefja feril sinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tim McGraw gefur út áheyrileg tökulög en áður hefur hann flutt sína útgáfu af laginu Tiny Dancer, sem Elton John gerði frægt, og Stars Go Blue með Ryan Adams.

Útgáfa hans af Drive er trú upprunalegu útgáfunni með hljómsveitinni Cars en með ögn nútímalegri blæ.

mbl.is