menu button

Octopus-snekkja Pauls Allens til sölu

Snekkjan Octopus í Reykjavíkurhöfn árið 2016.
Snekkjan Octopus í Reykjavíkurhöfn árið 2016. Ernir Eyjólfsson

Glæsisnekkjan Octopus er nú til sölu, að því er Forbes greinir frá. Verðið jafngildir rúmum 40 milljörðum króna. Sú upphæð slagar upp í framlög íslenska ríkisins til allra háskólanna í landinu.

Octopus var áður í eigu milljarðamæringsins og annars stofnenda Microsoft Pauls Allens, sem lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein, 65 ára að aldri.

Octopus er 126 metrar á lengd; rúmar 26 gesti í 13 káetum og 63 áhafnarmeðlimi í 30 káetum. Frá því hún var afhent árið 2003 hefur hún siglt um heimsins höf og tekið þátt í ýmsum björgunarleiðöngrum og rannsóknarstörfum.

Jakob Fannar Sigurðsson

Tvær lyftur eru í snekkjunni. Önnur er fyrir gesti og skipverja en hin er einkalyfta eigandans sem getur skotist á milli þilfara í einrúmi. Svo eru auðvitað sundlaug, nuddpottur, líkamsræktaraðstaða, bar, bókasafn, bíó og körfuboltavöllur.

Í snekkjunni eru einnig tveir björgunarbátar og rými fyrir stóran bíl og tvær þyrlur. Með snekkjunni fylgir þá kafbátur sem getur rúmað átta manns auk tveggja úr áhöfn.

Octopus Snekkjan er 126 metrar á lengd og er búin ...
Octopus Snekkjan er 126 metrar á lengd og er búin tveimur þyrlupöllum, auk kafbáts. Um borð eru m.a. kvikmyndasalur, heilsulind og læknastofa. Styrmir Kári

Snekkjan er knúin áfram með hybrid-vélarafli og kemst hraðast um 19 hnúta. Hún fór nýlega í slipp og hefur verið mjög vel við haldið frá því hún var vígð árið 2003. Hér eru allar nánari upplýsingar fyrir áhugasama kaupendur.

mbl.is
Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum út um allan heim.
Fréttir

Ringo Starr tekur lagið með tónlistarmönnum úti um allan heim

„Í hvaða dúr er lagið Robbie?“ spyr Ringo Starr áður en hann telur í lagið The Weight. Nánar »

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og Kolbrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lífs ræddu um kynheilbrigði kvenna í Ísland vaknar.
Ísland vaknar

„Þurrkur í leggöngum er rosalegt feimnismál“

Sveppasýkingar, leggangaþurrkur og áverkar eftir fæðingar geta skert lífsgæðin verulega. Nánar »

Hver vill ekki eiga tól sem er bæði kartöfluflögumatari og snjallsímapenni?
Fréttir

Gagnslaus uppfinning frá Japan

Orkulausir sófaletingjar, sem nenna ekki einu sinni að nota puttana til að mata sig á snakki, geta glaðst því nú er búið að finna upp tól sem auðveldar þeim lífið. Nánar »

Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur.
Ísland vaknar

Næringafræðingur: „Keto-þráhyggja er ekki holl“

„Þetta mataræði hentar mjög þröngum hópi,“ segir Elísabet Reynisdóttir, næringafræðingur. Nánar »

Nýttu hroturnar til góðs!
Kynning

Íslandsmót í hrotum

Nú gefst tækifæri á að nýta hið leiða vandamál sem hrotur eru til góðs. Nánar »

Hugleikur Dagsson segir það sjaldan koma fyrir að hann fái kvartanir þegar hann fer yfir strikið með gríni sínu.
Ísland vaknar

Hugleikur: „Draumur hvers listamanns að vera umdeildur“

Síðasta uppistand Hugleiks verður í kvöld. Boðið verður upp á dansatriði og erótískan upplestur. Nánar »

Þúsaldakynslóðinni svonefndu er stundum kennt um að hafa slátrað iðngreinum. Það kemur á óvart að það er einmitt hjá henni þar sem hið prentaða orð nýtur mestra vinsælda.
Fréttir

„Hefðbundnar“ bækur seljast ennþá meira en rafbækur

63% af bókum sem seldar eru í Bretlandi eru til fólks sem er yngra en 44 ára. Nánar »

Jóna Þórey Pétursdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Ísland vaknar

„Unga kynslóðin er að kalla á þær eldri“

Boðað hefur verið til séstaklega stórs viðburðar á morgun, föstudag, í loftslagsverkfalli nemenda. Nánar »

Gylltar strendur og sól bíða ferðalanga í hrekkjavökuferð K100 og Heimsferða.
Kynning

Hrekkjavaka á Spáni

K100 lætur sér ekki nægja að fagna hryllingnum á hrekkjavökunni hér heima á Íslandi heldur ætlar stöðin í samstarfi við Heimsferðir að standa fyrir hrekkjavökuferð til Spánar, nánar til tekið til heimsborgarinnar Palma á Mallorca. Nánar »

Leikarinn Paul Rudd fer á kostum í nýjum þáttum á Netflix sem heita Living With Yourself.
Fréttir

Paul Rudd glímir við annað eintak af sjálfum sér

Einhvers staðar djúpt inni í sögupersónu Pauls Rudds liggur betri útgáfa af honum sem lifnar við. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist