K100-dagur í Sporthúsinu

Sérstakur K100-dagur verður í Sporthúsinu í Kópavogi í dag, fimmtudag, milli klukkan 16:00 og 19:00.

K100 verður þar í beinni útsendingu þar sem dagskrárgerðarmaður stöðvarinnar hækkar aðeins í græjunum. Ýmis fyrirtæki kynna vörur sínar, gefa smakk og gjafabréf.

Allir sem koma fá K100-passa sem gildir í heila viku. Með passanum er hægt að æfa í Sporthúsinu eða Sporthúsi Gull eða fara í þá tíma sem í boði eru.

Þeir sem skrá sig og fá vikupassa geta átt von á að verða dregnir úr potti sem inniheldur glæsilega vinninga. Nánar um viðburðinn má lesa hér.

mbl.is