„Eðlilegt að foreldrar missi tökin á skapi sínu“

Getty images

Guðrún Inga Torfadóttir, einn af aðstandendum hlaðvarpsins Meðvitaðir foreldrar, segir eðlilegt að foreldrar missi stundum tökin á skapinu við uppeldi barna. Um þetta var fjallað í nýjasta þætti hlaðvarpsins vinsæla. 

Kristín Sif, einn þáttarstjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100, viðurkennir að hún glími við stöðugt samviskubit yfir viðbrögðum sínum við uppátækjum barna sinna. „Um daginn henti ég trúðaís út um gluggann í miðju reiðikasti,“ sagði Kristín og viðurkenndi að vera með samviskubit yfir því.

Álagið af barnauppeldi getur verið mikið og segir Guðrún Inga, í viðtali við Ísland vaknar, að margir foreldrar tengi við sögurnar sem stjórnendur hlaðvarpsins láti flakka.

Áhugavert viðtal við Guðrúnu Ingu er hér fyrir neðan.


mbl.is