Billie Eilish: „Allar góðar stelpur fara til helvítis“

Billie Eilish.
Billie Eilish. AFP

Hin 18 ára söngstjarna Billie Eilish nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir, sérstaklega með lagi sínu Bad Guy sem oft hefur heyrst á K100.

Hún er ennþá við sama heygarðshornið því lagið sem hún var að senda frá sér í dag hlýtur að teljast líklegt til vinsælda. „Allar góðar stelpur fara til helvítis,“ heitir nýjasta lagið hennar.

Titillinn er kannski ekkert sérstaklega uppörvandi en lagasmíðin er ansi grípandi. Billie fangar einnig umræðu dagsins því í myndbandinu bregður hún sér í gervi engils sem hefur orðið fyrir umhverfisslysi.

Í orðsendingu til aðdáenda vill söngkonan unga minna á mikilvægi umhverfisverndar og á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram 23. september um hvernig eigi að mæta þeim ógnum sem hlýnun jarðar hefur í för með sér. Hún tekur undir með hinni sænsku Gretu Thunberg og hvetur til þátttöku í að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í verkfalli skólakrakka næstu föstudaga.mbl.is