Keppni í skrifborðsstólarallý

Vel útbúinn skrifborðsstólarallýökumaður brunar niður brekkuna.
Vel útbúinn skrifborðsstólarallýökumaður brunar niður brekkuna. Mynd: Flickr.

Hver þekkir ekki keppnisandann á skrifstofunni? Nú er óskað eftir þátttakendum í skrifborðsstólarallý þar sem í boði verða vegleg verðlaun. Það eru K100 og Hirzlan, skrifstofuhúsgögn, sem standa fyrir þessu en keppnin verður haldin föstudaginn 6. september nk. í prentsmiðju Árvakurs í Hádegismóum.  

K100 er sent út á FM100,5 tíðninni þannig að keppendur reyna við 100,5 metra braut um prentsmiðjuna og fara tvær umferðir. Tveir bestu tímarnir fara svo í úrslitaumferð.

Sá/sú sem kemur fyrst(-ur) í mark fær glæsilegan Wagner ErgoMedic skrifborðsstól frá Hizlunni að andvirði 189.900 krónur. Stóllinn er með hinni einstöku 360° Dondola-veltitækni sem léttir álagið á bakið.

Takmarkaður fjöldi kemst að og verður dregið um þátttakendur. Tilkynnt verður í beinni útsendingu á K100, fimmtudaginn 5. september, hverjir taka þátt.  

Hér er hægt að skrá sig í þessa skemmtilegu keppni.

mbl.is