Rick Astley lék á trommur með Dave Grohl

Rick Astley kann svo sannarlega að spila á trommur. Mynd: Fotoweb.

80s hjartaknúsarinn Rick Astley gerði sér lítið fyrir og stökk óvænt upp á svið í næturklúbbi með Dave Grohl, söngvara Foo Fighters, um helgina. Astley er greinilega margt til lista lagt en hann er ansi lunkinn trommuleikari, eins og eftirfarandi myndskeið, sem deilt er á síðu Stereogum, ber með sér. Þetta er ansi gott!

mbl.is