Hvað er norm?

Sylvía og Eva eru umsjónarkonur hlaðvarpsins Normið sem hefur notið …
Sylvía og Eva eru umsjónarkonur hlaðvarpsins Normið sem hefur notið mikilla vinsælda. Ljósmynd/Aðsend

Eva og Sylvía halda úti hlaðvarpinu Normið. Helstu efnistök snúa að umræðu um hvað sé norm og hvað ekki. 

Normið nýtur mikilla vinsælda en þær Eva og Sylvía segja að þær leyfa sér í þáttunum að vera nákvæmlega eins og þær eru. „Við köllum það Plebbaspjall, þegar maður leyfir sér að vera nákvæmlega eins og maður er og leyfir sér jafnvel að vera asnalegur,“ segja þær stöllur í viðtali við Ísland Vaknar sem sjá má hér að neðan.

„Margir spyrja hvað sé til dæmis ásættanlegt norm. Það getur til dæmis verið norm að halda aftur af sér og vera ekki asnalegur. Við lítum svo á að fólk má bara fá að vera það sjálft. Okkar norm þarf ekki endilega að vera betra eða verra en annarra.“

Hlaðvarpið kemur út alla föstudaga. Síðast var rætt um kvíða þar sem heitt var í hamsi en þær Eva og Sylvía segja að unga fólkið okkar sé að versna af kvíða og fullkomnunaráráttu. 

Þann fyrsta september verður Normið hlaðvarp í „beinni uppi á sviði“ á Hard Rock. Sérstakur gestur verður Sigga Dögg, kynfræðingur, þar sem búast má við fjörlegri umræðu. 


 

mbl.is