menu button

Viðrar vel til bolta-árása um helgina

Tveir-á-móti-tveimur keppa í strandblaki sem er frábær íþrótt til að stunda og horfa á. Mynd: Aðsend.

Skyldi einhver hafa haldið að strandblakið á Íslandi væri í mýflugumynd má hinn sami halda á ketti og hugga hundspott! Síðasta fullorðinsmót sumarsins í strandblaki fer fram núna um helgina.

Mótið er sett í Laugardal og Garðabæ við Ásgarð í dag og lýkur með kross-spili og úrslitaleikjum á sunnudag. Keppendur í fjórum kvennadeildum og þremur karladeildum munu etja kappi um hina eftirsóttu Íslands- og deildarmeistaratitla og má búast við hörkuspili.

Leikirnir eru alls 123 og oftast æsispennandi og fjörugir. Aðkoma keppenda/áhorfenda í Laugardal er að aftanverðri lauginni, og þar, eins og í Garðabænum, þarf að gæta þess að leggja í lögleg stæði og gæta þess að bifreiðar aftri ekki umferð sjúkrabíla á svæðinu.

Veðurguðinn lofar ágætu veðri til bolta-árása, en keppendur eru engu að síður hvattir til að pakka fatnaði við hæfi og vera við öllu búnir.

Mynd: Aðsend.
mbl.is
Gamlar plötur geta verið verðmætar. Myndin var tekin úr plötubúð Lucky Records í Reykjavík fyrir nokkrum árum.
Fréttir

50 verðmætustu vínilplöturnar

Í geymslunni getur leynst fjársjóður því gamlar vínilplötur ganga kaupum og sölum. Nú hefur verið birt viðmiðunarverð fyrir helstu dýrgripi tónlistarsögunnar. Nánar »

Helgi Ómarsson stofnaði Facebook hópinn „Jákvæðasta grúppan á Íslandi“ en þar er hægt að koma á framfæri jákvæðum skilaboðum og hrósi fyrir það sem vel er gert.
Ísland vaknar

Fékk nóg af tuði og stofnaði jákvæðasta hópinn á Facebook

„Næs kassadama í Bónus getur breytt deginum,“ segir Helgi Ómarsson sem er kominn með nóg af tuði. Nánar »

Á tónleikasýningunni er öllu er tjaldað til og enginn fer óskelkaður út. Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í búningum og vegleg verðlaun eru í boði fyrir besta búninginn.
Kynning

Aukasýning á Halloween Horror Show

Anddyri Háskólabíós verður breytt í lítið hryllingshús þar sem verur og uppvakningar bregða gestum á meðan sýningin Halloween Horror Show fer þar fram. Nánar »

Tómas Oddur Eiríksson og Ingibjörg Stefáns leiða núvitundarjóga á föstudag.
Ísland vaknar

Núvitundarpartí í Hörpu á föstudag

Tómas Oddur og Ingibjörg Stefánsdóttir leiða núvitundarpartí í Hörpu á föstudag. Partíið er haldið til styrktar Krafti, sem heldur upp á 20 ára afmæli sitt um þessar mundir. Nánar »

Jimi Hendrix. Gítarleikari af guðs náð.
Fréttir

Sögumoli: Jimi Hendrix á toppinn

Í dag, 16. september, árið 1967 komst fyrsta plata Jimi Hendrix, Are You Experienced?, á Billboard Hot 200. Nánar »

Lana Del Rey.
Fréttir

Lana Del Rey gerir það gott

Gagnrýnendur hafa ausið lofi á nýjustu plötu bandarísku söngkonunnar Lönu Del Rey og segja hana fulla af grípandi lagasmíðum með samfélagslegri ádeilu. Nánar »

Ísland vaknar

Jón Axel hnykktur í beinni

„Ég fæ alltaf reglulega bakverk og fór einu sinni til kírópraktors til að komast að því hvort hægt væri að hnykkja þessu í lag,“ segir Jón Axel Ólafsson, einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Nánar »

Skjáskot úr Breaking Bad þáttunum. Myndin El Camino, sem sýnd verður á Netflix, er lýst sem framhaldi þáttanna vinsælu.
Fréttir

Ný stikla úr Breaking Bad-bíómyndinni

Netflix hefur birt stiklu úr kvikmyndinni El Camino. Um er að ræða framhald Breaking Bad-þáttanna. Nánar »

Pet Shop Boys ætla að túra á næsta ári og hafa sent frá sér nýtt lag.
Fréttir

Pet Shop Boys snúa aftur

Strákarnir í Pet Shop Boys, sem eru reyndar komnir yfir miðjan aldur, eru hvergi af baki dottnir. Nánar »

Steve Miller árið 1969.
Fréttir

„The Joker“ fór á toppinn 16 árum eftir útgáfu

Lagið „The Joker“ fór á þessum degi, árið 1990, á topp breska vinsældalistans, 16 árum of seint. Nánar »

Í loftinu núna
Endalaus tónlist