Katy Perry aftur sökuð um kynferðislega áreitni

Tónlistarkonan Katy Perry er sökuð um kynferðislega áreitni.Mynd: AFP

Leik­ar­inn Josh Kloss sak­aði í vikunni Katy Perry um að hafa áreitt sig kyn­ferðis­lega þegar þau unnu sam­an að tón­list­ar­mynd­bandi henn­ar við lagið Teena­ge Dream árið 2010. Í færslu á In­sta­gram í vikunni lýsti hann því þegar þau voru bæði stödd í af­mæl­is­veislu og hún gyrti bux­urn­ar niður um hann og sýndi vin­um og veislu­gest­um typpi hans.

„Ég er bara að segja þetta núna því menn­ing­in er þannig í dag að hún reyn­ir að sanna að karl­ar með völd séu siðlaus­ir. En kon­ur með völd eru jafn ógeðsleg­ar,“ skrif­aði Kloss. Hann seg­ir að hann hafi harkað fram­komu Perry af sér því hann var ekki með neina aðra vinnu og þurfti að hafa í sig og á. 

Nú hefur sjónvarpskonan Tina Kandelaki frá Georgíu stigið fram og sakað Perry um að hafa áreitt sig, einnig í veislu. Þetta kemur fram í rússneska blaðinu Rossiyaskay Gazeta

Kandelaki segir að Perry hafi verið blindfull þegar hún káfaði á sér og reyndi að kyssa hana. Hún segist hafa varist áreitni hennar og endað með að hafa þurft að lemja hana af sér.

Kandelaki ákvað að segja frá þessu eftir að hafa lesið frásögn leikarans Kloss um áreitni tónlistarkonunnar.

Engin viðbrögð hafa borist við þessu frá Katy Perry eða talsmönnum hennar.

mbl.is