Þórunn Harðardóttir er buguð móðir

Þórunn Harðardóttir tónlistarkennari er buguð móðir. Mynd: K100.

Það getur verið erfitt að vera foreldri þegar líða tekur á sumarið. Það hefur Þórunn Harðardóttir reynt á eigin skinni. Hún er tónlistarkennari og fjögurra barna móðir.

Hún er að bugast að vera með óþekktarormana sína heima á daginn og getur ekki beðið eftir að skólinn byrji.

Hún samdi lag sem fjallar um hið bugaða foreldri sem hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Heyra má viðtal við hana hér að neðan og hlekk á lagið. mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist