Rómantísk gamanmynd með tónlist George Michael

George Michael á tónleikum árið 2007.
George Michael á tónleikum árið 2007. AFP

Fyrsta kynningarstiklan úr myndinni Last Christmas hefur litið dagsins ljós. Söguþráður myndarinnar vefst um lög George Michael. Emilia Clarke og Henry Godling fara með aðalhlutverk en leikkonan Emma Thompson, sem einnig leikur í myndinni, skrifaði handritið. Þetta verður örugglega jólamyndin í ár. Í stiklunni má heyra lög með WHAM og einnig Freedom 90 með George Michael.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist