Krummi kominn í Kántrý

Krummi sló á létta strengi. Mynd: K100.

Krummi í Mínus er loksins kominn með nýtt lag. Hann er að vísu einn í þetta skiptið en nú er hann kominn aftur „heim,“ ef svo má segja, í kántríið. Hann stendur í ströngu þessa dagana því ásamt tónlistinni rekur hann veitingastaðinn Veganæs með konunni sinni sem gengur vel. Hver veit nema að Krummi komi fram á næstunni með veganborgara í annarri og gítarinn í hinni. Hann mætti í beina útsendingu í Ísland Vaknar í vikunni og spilaði nýjasta lagið sitt. 

mbl.is