Horfði á logana í nótt

Slökkviliðið á Kanarí í baráttu við skógareldinn.
Slökkviliðið á Kanarí í baráttu við skógareldinn. Ljósmynd/Bomberos Gran Canaria

Skógareldar á eyj­unni Gran Can­aria hafa vaxið og í nótt fór að brenna á nýjum stað. Birgitta Ósk Pét­urs­dótt­ir, far­ar­stjóri Vita, var í beinni útsendingu á K100 frá Kanarí í morgun. Hún segist hafa horft á logana ásamt öðrum íbúum í nótt. Hún telur sig ekki vera í hættu en eldarnir eru óþægilega nálægt.

Birgitta Ósk Pétursdóttir.
Birgitta Ósk Pétursdóttir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is