Töfrabrögð í Ísland vaknar

Gunnar Kr. Sigurjónsson, töframaður kom í heimsókn í fyrsta morgunþáttinn eftir verslunarmannahelgi. Gunnar er eini íslenski töframaðurinn sem er í félagsskap með erlendum töframönnum í alþjóðlegum samtökum töframanna.  Hann býður upp á þá þjónustu að mæta í mannfagnaði af öllum stærðum og gerðum og gerir gesti gáttaða á göldrunum sem hann snarar fram úr erminni

Hittir aðra töframenn reglulega

Gunnar tilheyrir hinu íslenska töframannagildi og sömuleiðis International Brotherhood of Magicians og The Magic Circle í London, en á þessum vettvöngum hittast töframenn alls staðar að úr heiminum reglulega og bera saman bækur sínar.

Hægt er að sjá viðtalið og „trikkið“ sem Gunnar gerði í spilaranum hér að neðan.

mbl.is