Vertu „sjónvarpsstjarna“ um versló

Skjáskot úr sjónvarpssútsendingu K100. Merktu þína mynd #k100verslo á instagram …
Skjáskot úr sjónvarpssútsendingu K100. Merktu þína mynd #k100verslo á instagram og hún birtist í sjónvarpinu.

Stærsta ferðahelgi ársins er framundan og mun K100 taka þátt í að hækka í gleðinni um allt land. Við hvetjum hlustendur til þess að deila með okkur myndum frá hátíðarhöldum helgarinnar á instagram. Ef þú setur myllumerkið #k100verslo með myndinni birtist hún í sjónvarpinu hjá okkur, á rás 9 í Sjónvarpi Símans og k100.is.

Hækkað í gleðinni um helgina

Það verður annars nóg um að vera á K100 um helgina. Dagskrárgerðarmenn stöðvarinnar munu taka púlsinn á landsmönnum og reiða fram bestu tónlistina, sem er auðvitað eitt af aðalsmerkjum stöðvarinnar. Einnig verður K100 í góðu samstarfi við Samgöngustofu sem mun halda okkur upplýstum um ástandið á vegum landsins.

Takturinn fyrir helgina verður sleginn klukkan fjögur í dag, föstudag, þegar Verslómix K100 verður sett af stað. Besta tónlistin verður mixuð saman án mikilla truflana frá fjögur til sex til þess að koma öllum af stað í fríið í góðu skapi. Í kjölfarið mæta tveir menn sem eru þekktir fyrir mikinn hressleika, þeir Ásgeir Páll og Siggi Gunnars, og stýra „Stóra verslóþættinum“ frá sex og langt fram á kvöld. Síðan verða dagskrárgerðarmenn stöðvarinnar á vaktinni alla helgina.

Það vita kannski ekki allir að K100 næst víða um land, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem ætla að leggja leið sína til Vestmannaeyja um helgina geta t.d. hlustað á FM 102,7, þeir sem ætla á Eina með öllu á Akureyri geta hlustað á FM 93,9 og þeir sem ætla vestur á Mýrarboltann geta hlustað á Ísafirði og Bolgunavík á FM 101,5 og 100,5. Þetta er aðeins hluti af útsendingarsvæði stöðvarinnar en þú getur rýnt í kortið hér að ofan og í kjölfarið gætt þess að vera með stillt á rétta stöð um verslunarmannahelgina. Nánari upplýsingar um útsendingarsvæðið okkar er að finna hér að neðan. 

Útsendingarsvæði K100. Svo næst K100 náttúrunlega um allan heim hér …
Útsendingarsvæði K100. Svo næst K100 náttúrunlega um allan heim hér á heimasíðunni og um allt land á rás 9 í Sjónvarpi Símans.

FM-útsendingartíðni

 • FM 100,5 og FM 88,1 á höfuðborgarsvæðinu
 • FM 100,5 á SV-horninu, suðurlandi og sunnanverðu Snæfellsnesi
 • Vestmannaeyjar FM 102,7
 • Vík í Mýrdal FM 89,7
 • Kirkjubæjarklaustur FM 89,7
 • Borgarnes og Borgarfjörður FM 104,9
 • Holtavörðuheiði FM 104,9
 • Hrútafjörður FM 104,9
 • Laugabakki FM 104,9
 • Hvammstangi FM 104,9
 • Blönduós FM 104,9 og FM 101,7
 • Skagafjörður og Sauðárkrókur FM 101,7
 • Akureyri FM 93,9
 • Egilsstaðir FM 100,5
 • Ísafjörður FM 101,5
 • Bolungarvík FM 100,5

Skemmtileg dagskrá alla helgina

Föstudagur 2. ágúst
16:00 – 18:00 Verslómix K100

Bestu lögin til þess að koma þér í gott skap fyrir helgina, allt mixað saman af starfsmönnum K100. Meiri músík og minna af öllu öðru til þess að allir fari í góðu skapi inn í helgina.
18:00 – 22:00 Ásgeir Páll og Siggi Gunnars
Þetta er Stóri versló þátturinn á K100. Tveir hressustu (og sköllóttustu) útvarpsmenn landsins leiða saman hesta sína og hita upp fyrir stærstu ferðahelgi ársins! Samgöngustofa heldur hlustendum K100 upplýstum um gang umferðarinnar um land allt.

Laugardagur 3. ágúst
10:00 – 14:00 Stefán Valmundar
Stefán kemur þjóðinni af stað inn í daginn. Góð tónlist og létt spjall.
14:00 – 17:00 Algjört skronster með Ásgeiri Páli
Skemmtileg tónlist og partý stemning á laugardegi um verslunarmannahelgi. Samgöngustofa heldur hlustendum upplýstum um gang umferðarinnar á öllu landinu.
17:00 – 20:00 Algjört skronster versló mix með Ásgeiri Páli
Ásgeir Páll mixar saman bestu partý tónlist síðustu ára og hitar þjóðina upp fyrir laugardagskvöld um verslunarmannahelgi.

Sunnudagur 4. ágúst
10:00 – 14:00 Þór Bæring
Þór vaknar með hlustendum á þessum hálfgildings laugardegi. Við hækkum í gleðinni um versló!
14:00 – 16:00 Tónlistinn Topp 40
Siggi Gunnars fer yfir vinsælustu lög landsins á K100. Eini opinberi vinsældalistinn á Íslandi.
16:00 – 19:00 Pétur Guðjónsson
Góð tónlist og létt spjall um verslunarmannahelgi á K100.
19:00 – 22:00 Algjört skornster versló mix með Ásgeiri Páli
Í tilefni þess að við fáum frí á morgun mætir partýstjórinn Ásgeir Páll og stýrir þriggja klukkustunda dansveislu.

Mánudagur 5. ágúst
12:00 – 16:00 Ásgeir Páll
Létt spjall og góð tónlist á frídegi verslunarmanna.
16:00 – 20:00 Þór Bæring
Þór fylgir landsmönnum heim á leið eftir verslunarmannahelgina. Reglulegar upplýsingar frá Samgöngustofu sjá til þess að allir komist á sem bestan hátt heim.
20:00 – 00:00 Stefán Valmundar
Stefán fylgir hlustendum heilum heim úr fríinu.

mbl.is