Opnar skyrbari í Texas

Rósa Amelía Arnardóttir frumkvöðull
Rósa Amelía Arnardóttir frumkvöðull K100/Ásgeir Páll

Rósa Amelía Arnardóttir er ung stúlka og frumkvöðull sem ætlar sér stóra hluti með íslenskt SKYR í Ameríku. Hún hefur tryggt sér rétt til að selja SKYR í sérstökum söluvögnum í Texas og ætlar að hefja starfsemi á næstunni.  Hún viðurkennir fúslega að veðrið á Íslandi hafi gert sitt í að fæla sig til Bandaríkjanna.

Leitar fjárfesta

Rósa leitar nú fjárfesta til að koma með sér í verkefnið og nokkrir hafa þegar lofað fjárframlagi í verkefnið. Rósa segist ekkert smeik við að ráðast í þetta verkefni, en hún hafi sett sér það markmið að búa í Bandaríkjunum eftir nám. Hún kom í heimsókn í Ísland Vaknar og sagði frá sögunni á bakvið verkefnið.mbl.is