Facebook safnar upplýsingum um þig

Hörður Helgi Helgason lögmaður.
Hörður Helgi Helgason lögmaður. K100/Ásgeir Páll

Hörður Helgi Helgason lögmaður kom í Ísland vaknar og ræddi nýlegan dóm um persónuverndarlög í Evrópu. Ljóst er að þegar fyrirtæki bjóða upp á að notendur Facebook líki við vöru eða þjónustu á vefsíðum fyrirtækjanna, safni Facebook upplýsingum sem notendur hafa ekki gefið samþykki fyrir.

Ofbauð notendaskilmálarnir

Lögmaðurinn, sem er sjálfur ekki á samfélagsmiðlum, segir þá safna gríðarlegum upplýsingum um notendur, sem síðan gagnist þeim til tekjuöflunar. Í viðtalinu sem heyra má hér að neðan segir Hörður að sér hafi ofboðið á sínum tíma þegar hann las yfir skilmálana sem fylgja miðlinum og tók hann þá ákvörðun að skrá sig ekki þar inn.

mbl.is