Auglýsti eftir lífsförunaut fyrir Sæludaga

Ögmundur Ísak Ögmundsson og Gunnar Hrafn Sveinsson fara fyrir vöskum …
Ögmundur Ísak Ögmundsson og Gunnar Hrafn Sveinsson fara fyrir vöskum hópi skipuleggjenda Sæludaga í Vatnaskógi K100/Ásgeir Páll

Þeim fer fjölgandi sem vilja skemmtasér án áfengis og vímuefna um Verslunarmannahelgina og fyrir þann hóp er ýmislegt í boði. Sæludagar í Vatnaskógi er ein slík hátíð. Þar verður boðið upp á fjölskylduskemmtun af bestu gerð. Ögmundur Ísak Ögmundsson og Gunnar Hrafn Sveinsson mættu í Ísland vaknar á K100 og sögðu frá því sem boðið er uppá á þessum fallega stað.

Auglýsir eftir lífsförunaut

Mörgum hefur verið tíðrætt um hina rómantíska notstalgíu sem Verslunarmannahelgin er í hugum margra og voru þeir félagar spurðir að því hvort þeir hefðu fundið sér lífsförunaut á Sæludögum.  Þeir neituðu því en Gunnar Hrafn ákvað að nýta tækifærið og varpa fram einni einkamálaauglýsingu þegar hann sagði, „Ég auglýsi eftir því hér með;“

Páll Óskar skemmtir á Sæludögum

Stærsta skemmtiatriðið sem boðið verður upp á hátíðinni er þegar söngvarinn Páll Óskar heldur fjölskyldutónleika.  Fjölmörg önnur skemmtiatriði og tækifæri til útiveru verða í boði á staðnum og þar er frábær aðstaða fyrir fjölskyldufólk til að koma upp hvers kyns útilegubúnaði.

Heyra má viðtalið við þá Ögmund og Gunnar Hrafn hér að neðan.mbl.is