Borgarbyggð er fjölbreytt og falleg

Heimsókn í Borgarbyggð svíkur engan. Hér er útsýni yfir golfvöllinn …
Heimsókn í Borgarbyggð svíkur engan. Hér er útsýni yfir golfvöllinn við Hótel Hamar.

K100 mælir með heimsókn í Borgarbyggð, sem er ótrúlega falleg og fjölbreytt. Þar er af nægu að taka hvort sem um er að ræða dagsferð eða ferð í fleiri daga. 

Það fyrsta sem þarf að huga að er gisting og þá er hægt að gista inni í Borgarnesi á nýju og glæsilegu hóteli B59, hóteli með fallega sjávar- og fjallasýn, lúxus spa og æfingasal á jarðhæðinni og glæsilegan veitingastað, Snorri's kitchen & bar, sem bíður upp á glæsilegan matseðil.

Hótel B59 í Borgarnesi er hið glæsilegasta.
Hótel B59 í Borgarnesi er hið glæsilegasta.

Þá er gráupplagt að heimsækja Sundlaugina í Borgarnesi, safnahúsið við Bjarnarbraut og Einkunnir sem er útivistarsvæði rétt norðan við þéttbýlið í Borgarnesi.

Sundlaugin Borgarnesi er sannkölluð vatnaparadís.
Sundlaugin Borgarnesi er sannkölluð vatnaparadís.

Landnámssetrið, veitingahús í einu elsta húsi Borgarness, býður upp á glæsilegt hollustuhádegishlaðborð alla daga og notalega stemningu á kvöldin. Landnáms- og Egilssögusýningar með hljóðleiðsögn eru fjölbreyttar sýningar fyrir alla fjölskylduna.

Víkingar gæða sér á matnum í Landnámssetrinu.
Víkingar gæða sér á matnum í Landnámssetrinu.

Grillhúsið í Borgarnesi er ferskur og flottur veitingastaður. Fjölbreyttur matseðill og heimilisleg hádegistilboð sem kitla bragðlaukana hafa gert Grillhúsið einn vinsælasta veitingastað heimamanna. Þeir segja að bragðlaukarnir eigi það til að vera farnir á Grillhúsið á undan þeim.

Gómsætir hamborgarar eru meðal þess sem fæst á Grillhúsinu í …
Gómsætir hamborgarar eru meðal þess sem fæst á Grillhúsinu í Borgarnesi.

Rétt fyrir utan Borgarnes er glæsilegt Icelandair hótel, Hamar, með frábæran 18 hola golfvöll við veröndina. Þetta er í raun eina „golf resort“ á Íslandi. Einn besti golfvöllur landsins og gisting, veitingar og þjónusta í hæsta gæðaflokki ætti að vera næg hvatning fyrir alla golfara til þess að heimsækja Hamar. En að sjálfögðu eru allir velkomnir á þetta glæsihótel.

Icelandair hótelið Hamar.
Icelandair hótelið Hamar.

Ef þú vilt gista í sveitasælunni er nýtt og fallegt Hótel Varmaland frábær kostur, í raun glæsilegt sveitahótel með magnaða náttúru allt um kring. Hótelið er byggt í íslenskum og skandinavískum stíl og er frábær kostur fyrir þá sem vilja njóta íslenskrar náttúru í allri sinni dýrð. 

Hugguleg stemning á Hótel Varmlandi í Borgarfirði.
Hugguleg stemning á Hótel Varmlandi í Borgarfirði.

Krauma eru náttúrulaugar við Deildartunguhver. Í Kraumu er veitingastaður sem leggur áherslu á mat úr héraði. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn úr Deildartunguhver, sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. 

Náttúrulaugarnar Krauma við Deildartunguhver.
Náttúrulaugarnar Krauma við Deildartunguhver.

Þá er einnig stutt í hina heimsfrægu Hraunfossa sem er samheiti á ótal tærum fossandi lindum sem koma undan Hallmundarhrauni sem á þessum stað er nefnt Gráhraun og renna í Hvítá í Borgarfirði. Þar er upplagt að stoppa á vinalegum veitingastað með frábæru útsýni og fá sér að borða af hlaðborði eða matseðli. Nú eða kaffi og með því og kíkja á minjagripina í leiðinni, fallega gjafavöru eða listaverk, sem allt er til sölu á staðnum.

Einstök náttúrufegurð við Hraunfossa.
Einstök náttúrufegurð við Hraunfossa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við minnum líka á tvær aðrar flottar sundlaugar í Borgarbyggð. Annars vegar er það sundlaugin að Kleppjárnsreykjum. Útisundlaug með heitum potti og sólbaðsaðstöðu, tilvalinn staður að koma á til þess að vera í rólegheitum og slaka á í notalegu umhverfi. Hins vegar er það sundlaugin að Varmalandi, sem er útisundlaug með heitum pottum og þar er opið daglega frá 9:00 til 18:00.

Sundsprettur í sveitasundlauginni að Kleppjárnsreykjum er frískandi.
Sundsprettur í sveitasundlauginni að Kleppjárnsreykjum er frískandi.

Það er nóg af sögu í Borgarbyggð og heimsókn í Snorrastofu, menningar- og miðaldasetur í Reykholti, er engu lík. Skipulögð dagskrá er oft í Reykholti og því skynsamlegt að kíkja inn á heimasíðu Snorrastofu til að missa ekki af neinu.

Snorralaug í Reykholti. Það ætti enginn að láta sýninguna um …
Snorralaug í Reykholti. Það ætti enginn að láta sýninguna um Snorra Sturluson fram hjá sér fara.

Ekki má gleyma heimsókn í Brugghúsið Steðja, eitt flottasta og frumlegasta brugghús heimsins. Þetta fjölskyldurekna fyrirtæki býður upp á ótrúlegt úrval af bjór, sem hver hefur sitt eigið sérkenni.

Talandi um frumlegheit, þá eiga Íslendingar að sjálfsögðu að heimsækja einn vinsælasta ferðamannastað landsins en það er Into the glacier þar sem hugmyndaríkir einstaklingar ákváðu að útbúa manngerðan íshelli. Þetta ótrúlega fyrirbæri er í Langjökli og eru göngin sjálf 550 metra löng og ná 40 metra undir yfirborð jökulsins. Þessi ævintýraferð hefst í Húsafelli.

Íshellirinn í Langjökli.
Íshellirinn í Langjökli.

Borgarbyggð ættu allir að heimsækja, oftar en einu sinni, því fjölbreytnin er ótrúleg og gæði ferðaþjónustunnar í Borgarbyggð svíkja engan.

Þess má geta að K100 næst í öllum Borgarfirði á FM 104,9. 

Þessi grein er unnin í samstarfi við ferðaþjónustuaðila í Borgarbyggð. 

mbl.is